Mímir - 01.06.2007, Page 28

Mímir - 01.06.2007, Page 28
arlega lífs, væri ekki ögrað með öllum þeim um- breytingum sem áttu sér stað á tuttugustu öld- inni.19 Astæður krísunnar eru einnig fremur óljósar og algeng er sú staðhæfing að allir karl- menn séu í kreppu, ekki bara sumir.20 Auk þessa má ekki gleyma því að sjálfsmynd karl- manna er mismunandi eftir þjóðerni, kyn- hneigð, aldri, samfélagsstöðu o.þ.h. og því upp- lifa þeir væntanlega sjálfa sig — og mögulega kreppu sína — á ólíkan hátt. Þetta er jarðvegur- inn sem Egill Grímsson, hin póstmóderníska aðalsöguhetja Nautnastuldar, sprettur upp úr. Rústirnar eru ekki aðeins póstmódernískar heldur er feðraveldið einnig í rúst, karlmennsk- urnar ijölmargar og erfitt að velja úr. Gamlir tímar og nýir Hvers vegna þurfti hann einn að bera ábyrgð- ina á þessu öllu, svona ungur og óreyndur? Af hverju var ekki einhver stofnun sem sá um að taka ábyrgð á mönnum eins og honum? (42) Egill elst upp í litlu sjávarþorpi fyrir vestan ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum þar sem veiðimannshugsunarhátturinn gildir. Karlmenn eiga að stunda líkamlega vinnu, allra helst sjómennsku, eða vinna í fiski.21 Grímur, faðir Egils, aðhyllist stranga karlhyggju og inn- an veggja heimilisins ræður hann lögum og lof- um og danglar öðru hvoru í móðurina sem beygir sig í duftið og gerir allt sem karlinn bið- ur um. Grímur er alvörukarlmaður og ætlast til þess að synir sínir þrír, Egill, Sæli og Kiddi, feti í sín fótspor. I Reykjavík stundar Egill nám við Heim- spekideild Háskóla Islands og á erfitt með að sætta þau sjónarmið sem hann hefur fengið úr 19 Stephen M. Whitehead og FrankJ. Barrett 2001:8- 9. 20 John Beynon 2002:95-96. 21 Rúnar Flelgi Vignisson 1990b:35. uppeldinu og það sem hann fær út úr mennta- stofnuninni. Grími finnst nám Egils vera mesta rugl og vitleysa og þegar Egill imprar á því að verða kennari í framtíðinni lýsir Grímur því yfir að kennsla sé bara fyrir slordóna (112). Að mati Gríms er Egill vonlaus karlmaður sem stundar kjánalegt nám og hefur aldrei migið í saltan sjó, aðeins orðið óglatt og kastað upp. Ástkonur Egils hvetja hann einnig til að verða að karlmanni. Þær vilja að hann þroskist, taki ábyrgð og geri eitthvað. í upphafi bókar er Egill nýhættur með æskuástinni Ástu eftir að hún sængaði hjá öðrum manni. Ásta gafst upp á sjálfsvorkunn Egils, þunglyndi og aðgerðar- leysi og eftir stendur Egill, ringlaður og von- svikinn, en gerir sér þó grein fyrir að þau séu eins og svart og hvítt (17): Hún alltof mikil framasál, hann alltof mikill hlunkur. Eins og tígrisdýr og fíll gengju í hjónaband. Hjúskaparmiðlari hefði ekki ómakað sig við að leiða þau saman, hvað þá meira. En það var niðurlægingin, að vera þol- andinn. Enn að súpa seyðið af því. Ásta hafði samt ekki fyrir því að leggjast í volæði. Nýi karlmaðurinn á að stefna hraðbyri í átt að völdum og auði. Lífsgæðakapphlaupið, frama- potið og neysluhyggjan eru ráðandi öfl í samfé- laginu, eða eins og Ásta segir (11); „Til hvers að leggja út í dýrt nám þegar maður fær ekkert hærri laun“? Enda virðist það skipta Ástu og aðra í kringum Egil höfuðmáli hvað hann græði á þessu námi sínu, eins og sjá má á orðum föður hans (57): Hvernig er þetta með þig, drengur, ætlarðu ekki að fara að ljúka þessu fjandans prófi? Gera eitthvað af viti eins og hann Sæli bróðir þinn? Standa undir nafni? Eg klára vonandi í vor. Og hvað verðurðu þá? B.A. [...] Nú, og hvaða gagn er í því? Hvaða laun færðu út á það? [...] 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.