Mímir - 01.06.2007, Síða 29

Mímir - 01.06.2007, Síða 29
Veistu hvað hann Toni frændi þinn hefur upp úr sér á Skallanum? Veistu það? [...] Eg skal segja þér að það er engin smáslumma. Djöfull er maður vitlaus að vera ekki á svona dalli, það er eina vitið núna, að fara á togara, þeir hafa það albest þar. Þú hættir bara þessu dúlli hérna og drífur þig á sjóinn, það er eina vitið. Egill veit ekki hvað hann á að gera, hvað hann vill, og telur það vera geirneglda staðreynd að hann sé óhæfur bæði á vinnumarkaði og skóla- bekk. „Allt óx honum í augum. Sérstaklega það hvað allt óx honum í augum“ (42). Egill veltir sér upp úr þessum vandamálum sínum, þjakað- ur af sífelldum ótta. „Við hvern fjárann? Silfur- skotturnar? Sjálfan sig? Einmanaleikann? Trúlega allt í senn, alltaf svo óttalega óttasleg- inn“ (63). Egill óttast bæði framtíðina og for- tíðina og hefst varla við í nútíðinni þar sem endalausar kröfur og hugsanir sækja á hann (41-42): Heili hans hamaðist við að skjóta hugsunum upp í kollinn. Hvað ætlarðu að gera þegar skól- anum lýkur, drengstauli? hvað ætlarðu að gera? hvernig ætlarðu að haga lífi þínu? já, hvernig ætlarðu að lifa? hvernig að finna vinnu? hvern- ig að fmna konu? hvernig að eignast bíl? hvern- ig að kaupa hús? hvernig að kynnast fólki? hvernig að vera nýtur þegn? hvernig að klára prófið? hvernig að losna úr þessum kjallara? hvernig að kynnast borginni? hvernig að velja heimabæ? hvernig að verða hamingjusamur? hvernig að losna við feimnina? hvernig að sofna? hvernig að svala kynhvötinni? hvernig að fylla út skattskýrsluna? hvernig að borga námslánin? hvernig að losna við skotturnar? hvernig að drepast? hvernig lifa? Egill veit að B.A.-próf í heimspeki opnar ekki margar og gróðavænlegar dyr í framtíðinni. Ef til vill er þetta eins konar uppreisn af hans hálfu gagnvart föður sínum og samfélaginu, afneitun hans sjálfs á framtíðarmöguleikum karlmanna og þeim slóða sem þeir eiga að fylgja til að verða fullgildir meðlimir samfélagsins. I öðrum hluta bókarinnar kemst Egill í kynni við nágranna sinn Jens. Þeir verða góðir vinir og það lifnar örlítið yfir Agli þegar hann kynnist eróbikltkennaranum og þokkagyðjunni Aldísi sem fær hann til að gera hitt og þetta sem honum hefði aldrei dottið í hug, t.d. að mæta í eróbikktíma, og býður honum síðan í mat eitt kvöldið og ... (136): ... svo er hann allt í einu farinn að fitla við hár hennar og varnarveggurinn hruninn á milli þeirra, bara einn tveir og tíu, og þau standa þarna í rústum hans og eru eitt skynfæri sem hótar fyrr en varir að kasta af sér essinu. AUt gengur vel um tíma. Þau flytja til Kaup- mannahafnar þar sem Aldís stundar nám af kappi en EgiU tekur að sér hlutverk heimavinn- andi húsföður, með misjöfnum árangri, og gengur til sálfræðings. Þau eru glöð og kát, ást- fangin og upptekin hvort af öðru en smám saman verður Aldís leið á uppburðarleysi Egils, feimni og aðgerðarleysi. Hún er hress og kát stelpa, hefur gaman af að skemmta sér með vin- um sínum og vera með öðru fólki, nokkuð sem Egill á bágt með að þola, enda er hann afskap- lega afbrýðisamur (146): Andskotinn. Af hverju þurfti hún alltaf að vera svona lengi þegar hún fór að hitta þennan dela? Af hverju þurftu þau alltaf tala saman í hálfan dag þegar þau hittust? Um hvern fjandann gætu þau verið að tala allan þennan tíma? Um Egil aulabárð? Hvað það væri leiðinlegt að búa með honum? Ospennandi að sofa hjá honum? Ekki líður á löngu þar til ástríðurnar dofna, kynlífið snarminnkar og athygli Addísar á Agli minnkar stöðugt. Egill á bágt með að skilja þessi sinnaskipti. Hann sem ræddi við hana um vandamál sín í einlægni og segir að í stað þess að hjálpa sér að vinna úr vandamálunum sé Al- dís að skamma sig og benda honum á hvað 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.