Mímir - 01.06.2007, Side 39

Mímir - 01.06.2007, Side 39
(7) Á veitingahúsinu: Gesturinn: „Hvað er eiginlega að þessu borði? Það titrar og riðar til og frá.“ Þjónninn: „Maðurinn sem sat við borðið áðan hellti óvart víni yfir það og það er ekki runnið af því ennþá.“ (.Bestu barnabrandararnir — algjört œði 2001:23) (8) Oldruð kona á Akranesi kom einhverju sinni í bókaverslun þar í bæ. Sú gamla var orðin sjón- döpur og átti því í miklum erfiðleikum með að lesa Biblíuna sína sem komin var vel til ára sinna ekki síður en eigandinn. Er hún hafði greint bóksalanum frá vandræðum sínum við Biblíulesturinn spurði hún kurteislega: „Þér eigið víst ekki Biblíu með svolítið gróf- aritexta?“ (Þjóðarspaug 1994:24) (9) Gummi: „Jæja, Jónas hvert ætlar þú í sumar- fríinu?“ Jónas: „Jaaa ... Ég ætla til Vændum.“ Gummi: „Ha, Vændum, hvar er það?“ Jónas: „Ég veit það nú eiginlega ekki en veð- urfræðingarnir segja allavega alltaf: Já, nú er gott veður í Vændum!“ (Bestu barnabrandararnir — algjört œði 2001:71) Orðflokkarnir sem flest orðin í slagyrði tilheyra, nafnorð, sagnorð og lýsingarorð, hafa allir þá sérstöðu að geta bætt við sig orðum og eru því opnir orðflokkar. Nýyrðasmíði beinist að þess- um flokkum bæði í íslensku og ensku. Hinir orðflokkarnir sem færri orð í slagyrði tilheyra, svo sem fornöfn og smáorð, eru hins vegar lok- aðir og því er ekki unnt að búa til ný fornöfn, smáorð o.fl. 1 þeim flokkum er endanlegur fjöldi orða og því takmarkaðir möguleikar til tvíræðrar túlkunar. Til samanburðar er vert að nefna að í Islenskri orðtíðnibók (1991:1144-1145, í töflu 14.1.3) er fjallað um tíðni orða og einstakra orðflokka. Þar kemur fram að nafnorð voru flest allra orð- mynda og orða í rannsóknum á hinum ýmsu textum. A hæla þeirra komu lýsingarorð og sagnorð en orðflokkar eins og fornöfn og sam- tengingar höfðu lægsta tíðni. Því má segja að nafnorð, sagnorð og lýsingarorð séu þeir orð- flokkar þar sem hve mest gróska er í notkun og endurspeglast það í slagyrðum orðasafnsbrand- ara. 2.4 tvírœðni 2.4.1 Helstu einkenni Onnur undirgrein tungumálsbrandara eru brandarar sem byggjast á setningarlegri tví- ræðni. Eins og áður sagði eru slíkir brandarar alls ekki algengir. Þeir voru ekki nema 13% af öllum íslenskum tungumálsbröndurum sem skoðaðir voru. Helsta einkenni þessara brand- ara er tvíræðni í setningu eða hluta úr setningu. Hún felst í formgerð setningar eða kerfis- bundnum breytingum sem eiga sér stað innan brandarans, þ.e. þeirri setningarlegu tvíræðni sem beinist að liðum í setningu. Langflest dæmi fundust um tvíræða liði í setningum í hinum íslensku bröndurum sem skoðaðir voru, eða í 24 bröndurum af alls 28. Það er í samræmi við hugmyndir Oaks (1994) um að setningarleg tvíræðni snúist oft um tvíræðni milli orðflokka eða hluta úr setningum. Sem dæmi má nefna (10): (10) Heyrt í glæsilegri kvenfataverslun: „Ég vildi gjarnan máta þennan kjól þarna í glugganum.“ „Já, að sjálfsögðu, en við emm líka með sér- stök herbergi til þess.“ (Hlœjum hátt með Hemma Gunn 1985:18) Hér biður konan um að máta þann kjól sem er í glugganum. 1 flestum tilfellum væri þetta eðli- leg bón í kvenfataverslun. Túlkun afgreiðslu- stúlkunnar á orðum konunnar er sú óvæntari en hún bendir á að óþarfi sé fyrir konuna að troð- ast út í gluggann og máta kjólinn þar, í búðinni séu sérstakir mátunarklefar. Túlkun hennar er óvænt en alls ekki fráleit því að forsetningarlið- urinn \þarna íglugganum\ getur átt við um kjól- inn sem er á þessum stað, nafnliðinn \pennan 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.