Mímir - 01.06.2007, Page 51

Mímir - 01.06.2007, Page 51
aðarheiti. Dæmi er um að ákvæðisorð komi á milli, hér lýsingarorð og sagnorð í lýsingarhætti þátíðar: (6) [...] sem gerir hana að 15. (fimmtándu) (tala) mest (lo.) sóttu (so.) mynd (no.) allra tíma í bandarísku bíói (mbl.is 8.6.2004b). Raðtölur beygjast í kyni og falli líkt og fjórar fyrstu frumtölurnar. Beygingu raðtalnanna má líkja við beygingu veikra lýsingarorða og sam- beygjast þau hliðstæðum nafnorðum: (7) a. þriðji (nf.kk.) maðurinn (nf.kk.), þriðja (nf.kvk.) konan (nf.kvk.), þriðja (nf.hk.) barnið (nf.hk.) (sbr. stóri (lo.) maðurinn, stóra (lo.) konan, stóra (lo.) barnið) b. Við vorum í nítjánda (þgf.hlc.) sæti (þgf.hk.) í fjórða (þgf.kk.) leiknum (þgf.kk.) á fimmtu (þgf.kvk.) sýningunni (þgf.kvk.). (sbr. ísíð- asta (lo.) sætinu, í langa (lo.) leiknum, á leið- inlegu (lo.) sýningunní) c. Anja Ríkey varð í 15. (fimmtánda (þgf.hk.)) sæti (þgf. hk.) í 100 [svo] baksundi á 1.06,61 mín (mbl.is 10.6.2004a). d. Ragnhildur hlaut 11. (ellefta (þf.hk.)) sætið (þf.hk.) í 100 [svo] bringusundi á 1.14,81 (mbl.is 10.6.2004a). Raðtölurnar hafa þar að auki tölubeygingu. Þær geta t.d. staðið í fleirtölu þegar þær standa með fleirtöluorðum eða orðum sem tákna pör: (8) a. þriðju (kk.ft.) vettlingarnir (kk.ft.) b. þriðju (hk.ft.) skærin (hk.ft) 2.3 Aðrar tölur Aðrar tölur eru allar þær tölur sem ekki teljast til frumtalna, raðtalna eða partöluorða eins og tvennir eða prennir. Þetta eru tölur sem eru alltaf skrifaðar í tölustöfum en ekki töluorðum eins og húsnúmer, bílnúmer, tímar úr íþrótta- keppnum, markatölur og fleira í þeim dúr. Þær eru ekki allar ritaðar á sama formi heldur er það misjafnt hverju sinni hvaða mynd tölunnar á að nota: (9) a. Bæjarlögmaður hefur átt í samningaviðræð- um við lóðarhafa Arnarhrauns 2 (tvö) um kaup bæjarins á 27 fermetrum lóðarinnar í þessu skyni (w^/.w24.6.2004a). b. Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði keypti netabátinn Happasæl KE 94 (níutíu og fjórir / fjóra / fjögur) af Happa ehf. í dag {mbl.is 8.6.2004d). c. Slysið átti sér stað þegar flugkennari hjá Flug- skóla Islands fór með flugnema í yfirlandsflug á flugvél af gerðinni Cessna 152 (hundrað fimmtíu og tveir / tvö) (mbl.is 7.7.2004a). d. Finnist veflykillinn ekki, má hringja í síma 563-1111 (fimm sextíu og þrír ellefu ellefu) á skrifstofutíma og fá aðstoð, segir í tölvupósti frá Ríkisskattstjóra (mbl.is 5.7. 2004a). í (9a) sést að húsnúmerið stendur á eftir götu- heitinu og í (9b) er bátanúmer á eftir skamm- stöfuninni KE. Það sama á við í (9c) en þar er númerið á eftir heiti flugvélarinnar Cessna. I (9d) er dæmi um hvernig símanúmer birtist í setningu á eftir nafnorðinu sími sem það stend- ur með. í (9b) og (9c) er misjafnt eftir máltil- fmningu fólks hvort talan er í karlkyni eða hvorugkyni og jafnvel spurning hvort beygja skuli töluna í (9b) eftir nafni bátsins, Happasæl KE níutíu ogjjóra (þf.). Undir „aðrar tölur“ gætu einnig flokkast töl- ur sem tákna tíma í íþróttakeppnum. Þessar tölur eru yfirleitt skrifaðar og bornar fram á ákveðinn hátt. Þær eru yfirleitt skrifaðar með punkti á eftir mínútunni og kommu á milli sek- úndu og sekúndubrots: (10) a. Anja Ríkey varð í 15. sæti í 100 [svo] bak- sundi á 1.06,61 (einni núll sex sextíu og einni) mín (mbl.is 10.6.2004a). b. Ragnhildur hlaut 11. sætið í 100 [svo] bringusundi á 1.14,81 (einni fjórtán áttatíu og einni) (mbl.is 10.6.2004a). Enn einn undirflokkurinn sem gæti átt heima hér eru markatölur í íþróttaleikjum og tölur sem segja hvað klukkan er. Þessar tölur eru 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.