Mímir - 01.06.2007, Síða 53

Mímir - 01.06.2007, Síða 53
Annað vandamál skapast þegar ekkert orð er sýnilegt í setningunni sem talan getur átt við. Annaðhvort er orðið þá í næstu setningu á und- an eða það hreinlega vantar: (13) a. Á síðustu leiktíð lék hann 22 (tuttugu og tvo (þf.kk.)) af 26 leikjum (þgf.kk.) liðsins í deildinni [...] (mbl.is 14.7.2004a). b. I dag var svo enn 43 (fjörutíu og þriggja (ef.kk.)) saknað (mbl.is23.6.2004a). I (13a) gæti tölva átt erfitt með að fmna nafn- orðið sem talan stendur með. Talan á við orð- myndina leiki en ekki þá mynd sem gefm er upp í setningunni. Talan er í þolfalli en nafnorðið í þágufalli þar sem forsetningin af stýrir því. í (13b) vantar alveg nafnorðið sem talan á við og því erfitt að sjá í hvaða falli hún á að vera. Þar er nóg að vita að talan á að vera í eignarfalli þar sem priggja er eins í eignarfalli í öllum kynjum en það liggur þó ekki í augum uppi. Tölvan þarf að vita að saknað stýrir eignarfalli og það getur flækt málið. Ef 41 væri saknað þyrfti svo að vera ljóst hvort það væri jjörutm og eins eða jjörutíu og einnar sem væri saknað. Enn eitt vandamál skapast þegar nafnorðið sem talan stendur með er skammstöfun þannig að ekki er hægt að sjá fall orðsins: (14) Það þýði um 3 ma.kr. (þriggja milljarða króna) samdrátt í tekjum m.v. útflutnings- verðmæti þorsks árið 2003 (mbl.is 22.6. 2004a). Hér þarf bæði að lesa úr tölunni og skamm- stöfuninni. Talan beygist eftir orðinu milljarð- ur sem er skammstafað og er erfitt fyrir tölvukerfi að lesa úr skammstöfuninni. Jafnvel þó að orðalisti yfir skammstafanir væri íyrir hendi þyrfti einnig að ákvarða fall orðsins og þá fyrst væri hægt að ákvarða fall tölunnar. Einn flokkur frumtalna er til sérstakra vand- ræða en það er flokkur prósentutalna. I sumum tilfellum standa prósentutölur með orðum eins og prósent eða prósentustig og þar sambeygjast tölurnar nafnorðunum prósent og prósentustig eins og við er að búast en í langflestum tilvik- um standa prósentutölur með prósentutákninu %. Þetta tákn stendur fyrir orðið prósent og beygist eins og nafnorðið: (15) a. Nú hefur póstfyrirtækið hins vegar skipt um skoðun eins og fyrr segir og ákveðið að selja 33% (þrjátíu og þriggja prósenta) hlut í Postbank ... (mbl.is 22.6.2004b). b. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu verða 33% (þrjátíu og þrjú prósent) seld í formi hlutafjár, en 16,9% í formi skuldabréfa (mbl.is 22.6.2004b). I dæmunum hér að ofan líta tölurnar nákvæm- lega eins út, 33%, en eru bornar fram á gerólík- an hátt. I (15a) eru talan og nafnorðið í eignarfalli og hvorugkyni en í (15b) er fallið nefnifall. I máli margra beygist % ekki og eru þá talan og merkið höfð í nefnifalli eða þolfalli. Þannig myndu margir segjaprjátíu ogprjúpró- sent hlut í (15a) en hins vegar mælir Islensk málstöð ekki með því að prósent sé óbeygt (ís- lensk málstöð 2005) og því er vafamál eftir hverju skal farið. Þó er hægt að greina kynið þar sem prósent er alltaf í hvorugkyni en tölvukerfi getur ekki greint fallið sjálfkrafa. Þrátt fyrir þessi vandamál var hægt að búa til reglur sem réðu við að hafa flestar talnanna rét- tar. Við athugun á flokknum aldur kom t.d. í ljós að í hvert sinn sem einhver orðmyndanna árs, ára, mánaða eða vikna kom á eftir tölustaf var talan í eignarfalli (eins, tveggja,þriggja,fjög- urra) og því kyni sem nafnorðið á við: (16) a. Ríkissaksóknari hefur ákært 22 (tuttugu og tveggja) ára gamlan karlmann fyrir stór- fellda líkamsárás [...] (mbl.is 10.6.2004c). b. Kjörstjórn Norður-Somersetsýslu gaf út kosningaskírteini í nafni Jamie Gribbon og kom hann á kjörstað í Maltlands-miðstöð- inni í fylgd 31 (þrjátíu og eins) árs ein- stæðrar móður sinnar, Sue Palmer, en var vísað frá (mbl.is 10.6.2004e).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.