Mímir - 01.06.2007, Síða 54

Mímir - 01.06.2007, Síða 54
c. Besta ungviði tegundar, í aldursflokki 4-6 (fjögurra til sex) mánaöa var agnarsmá tík af mexíkóska smáhundakyninu chiuhuahua, Anganóru Baldintáta {mbl.isTl.6. 2004b). Hér má því setja fram reglu um tölur með þess- um orðum sem á við öll þessi tilfelli og jafnvel bæta við reglum sem ná til fleiri mynda þessara orða. Þannig getum við sagt að ef tala er á und- an orðinu ári eða árum sé hún í þágufalli. A undan beygingarmyndinni mánubi skipt- ir máli hvort tala endar á 1 eða ekki. Þetta má sjá í samhengi eins og 21 mánuði (tuttugu og einum mánuði) og 22 mánuði (tuttugu og tvo mánuði) þar sem fyrra dæmið er í þágufalli en það síðara í þolfalli. Þessu þarf því að bæta við regluna. Til þess að leysa úr málsgreinum eins og (16c), þar sem bandstrik og önnur tala koma á milli tölunnar sem beygist og nafnorðsins (4-6 mánaða), þarf að bæta við reglurnar hér að ofan. I öllum þeim reglum og öllum öðrum reglum sem gerðar voru er gert ráð fyrir því að eitthvert smáorðanna og, eða, til, bandstrikið - eða þankastrikið - megi koma á milli tveggja talna ef viðkomandi nafnorð fer næst á eftir seinni eða seinustu tölunni. Þessar reglur ná yfir langflestar málsgreinar þar sem aldurstölur er að finna auk þess sem þær ná yfir aðrar tölur sem standa á undan þessum orðum: (17)a. I 2. mgr. segir að önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greint sé á um í 1. mgr. varði allt að 4 (fjögurra (ef.hk.)) ára (ef.hk.) fangelsi (mbl.is 9.6.2004b). b. Ian Gillan sló á létta strengi og kvaðst enn ekki búinn að jafna sig eftir þessa viðburða- ríku tónleika sem hann söng og lék á hér á Islandi fyrir 33 (þrjátíu og þremur (þgf.hk.)) árum (þgf.hk.) [mbl.is 23.6. 2004b). c. Gert er ráð fyrir að Helgi verði í endur- hæfingu í Svíþjóð næstu 2-3 (tvo til þrjá (þf.kk.)) mánuði (þf.kk.) eftir aðgerð (mbl.is 15.6.2004b). d. Gerð var tilraun á 20 sjúklingum á 4 (fjög- urra (ef.kvk.)) vikna (ef.kvk.) tímabili og var niðurstaðan sú að efni á borð við gin- seng, sem breytir virkni warfaríns, geti haft umtalsverð áhrif (mbl.is 6.7.2004b). Sama aðferð var notuð við hina flokkana. Al- gengustu orðin voru fundin og reglur búnar til út frá þeim en ef engin regla passaði við tölu var karlkyn, nefnifall notað sem sjálfgefin mynd. Með því að beita reglum sem þessum á allar frumtölurnar kom í ljós að þær virkuðu á 61% talnanna en hafa ber í huga að nafnorðin sem komu á eftir flestum talnanna voru svo marg- vísleg að ógerningur var að búa til reglu fyrir hvert þeirra. Því þarf að leita annarra lausna við að lesa úr þeim, t.d. nota markara til að greina kyn og fall nafnorðs sem kemur á eftir tölu. 3.2 Raðtölur Raðtölur má yfirleitt þekkja á því að punktur fer næst á eftir tölunni. Þó eru einstaka tilfelli þar sem frumtala er síðust í málsgrein og grein- ist hún þá ranglega sem raðtala. Olíkt frumtöl- um beygjast allar raðtölur í kyni og falli en ekki aðeins fyrstu fjórar tölurnar. Vandamálið verð- ur því víðtækara þegar raðtölur eru á ferðinni. Það sama á við um raðtölur og frumtölur að orðin sem þær standa með koma ekki alltaf strax á eftir tölunni: (18) Stúlknabandið Nylon er í 1. (fyrsta (þgf. hk.)) og 3. (þriðja (þgf.hk.)) sæti (þgf.hk.) á netlista vefsvæðisins Tónlist.is fyrir vikuna 31. maí til 6. júní (mbl.is 7.6.2004c). 1 þessu dæmi eru tvær raðtölur um sama nafn- orðið og sambeygjast þau öll en þar sem sam- tenging og önnur tala koma á milli fyrri tölu og nafnorðs getur það valdið ruglingi. I dæmi (19) er einnig langt í nafnorðið sem talan á við: (19) Stefán Bergsson gerði jafntefli við Ungverj- ann Sandor Katona í 11. (elleffu (þgf. kvk.)) og síðustu (þgf.kvk.) umferð (þgf.kvk.) 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.