Mímir - 01.06.2007, Síða 57

Mímir - 01.06.2007, Síða 57
Annar möguleiki væri að þekkja símanúmer á því að sítni, síma eða s. stendur fyrir framan sjö stafa tölu, gjarnan með bandstriki á eftir fyrstu þremur tölunum: (26) Finnist veflyldllinn ekki, má hringja í síma 563-1111 á skrifstofutíma og fá aðstoð, segir í tölvupósti frá Ríkisskattstjóra (mbl.is 5.7.2004a). Þá er hægt að ákveða fyrir fram að símanúmer eigi að bera fram tölu fyrir tölu í karlkyni, nefnifalli (fimm sex þrír einn einn einn einn) til að flækja ekki málin enn frekar. Hér voru einnig flokkar eins og klukkan, íþróttaúrslit og tími í íþróttakeppnum. Flokkarn- ir klukkan og íþróttaúrslit eiga það sameiginlegt að á milli tveggja talna stendur gjarnan tví- punktur. Talan er í hvorugkyni, nefnifalli þeg- ar svo er: (27) a. Bíllinn valt út af veginum um kl. 1:40 (eitt fjörutíu) (tnbl.is21.6.2004). b. Tilkynning um slysið barst lögreglunni á Isafirði klukkan 14:41 (fjórtán fjörutíu og eitt) en fjallið Kubbinn skilur að Engidal og Dagverðardal (mbl.is 6.7.2004c). c. Liðið vann sigur á Calgary Flames, 2:1 (tvö eitt) í sjöunda leik liðanna í úrslitum og viðureignina því 4:3 (fjögur þrjú) (mbl.is 8.6.2004c). d. Arnór Atlason var markahæstur íslensku leikmannanna í landsliðinu skipuðu leik- mönnum 20 ára og yngri, sem lagði Noreg 32:24 (þrjátíu og tvö tuttugu og fjögur) í fyrsta leik sínum á móti í Svíþjóð, Swedish Throphy (mbl.is 1.7.2004). Þetta gildir líka ef orðið klukkan eða kl. er næst á undan tölu þó að tvípunktur sé ekki á milli. Þá getur verið að talað sé um heila tímann og oft er hafður punktur á milli en ekki tvípunktur: (28)a. Klukkan 3 (þrjú) í nótt var hæg breytileg átt og dálítil rigning norðantil á landinu (mbl.is 15.7.2004). b. Tilkynning barst Neyðarlínunni kl. 21.55 (tuttugu og eitt fimmtíu og fimm) í gær- kvöld (mbl.is 21.7.2004). Þegar öllum reglum hafði verið beitt á tölurnar kom í ljós að þær virkuðu á 58% þeirra en það skýrist af því að flokkurinn er sundurleitur og erfitt að búa til reglur um tölurnar þar. 4. Lokaorð Eins og fram hefur komið er víða að finna töl- ur í texta í stað töluorða. Ef flett er í gegnum síður á netinu sést það glöggt og bara á vefsvæði Morgunblaðsins, mbl.is, er aragrúi talna í text- anum. Oftar en ekki vefst það fyrir mönnum hvernig bera skuli tölurnar fram og í títtnefndri tölumálheild var að finna fjöldann allan afvill- um við að skrifa tölurnar og hliðstæð nafnorð sem ekki var ijallað sérstaklega um hér. Með því að nota reglurnar sem búnar voru til í þessu verkefni getur íslenskur talgervill náð mun betri árangri en áður þegar lesa þarf texta sem inniheldur tölur. Þótt margar tölur beygist áfram vitlaust verður meirihlutinn þó réttur og er það betri árangur en nú fæst. Með því að hafa reglurnar til hliðsjónar má bæta við enn fleiri reglum eða nota íslenskan markara í framtíð- inni til að finna rétt kyn og fall tölu í texta. Bestur árangur fengist ef þessar aðferðir yrðu sameinaðar og þau orð sem reglurnar finna ekki yrðu mörkuð. Þannig má búast við því að tal- gervlar og önnur tungutæknitól fari loks að lesa rétt úr tölum í texta. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.