Mímir - 01.06.2007, Side 60

Mímir - 01.06.2007, Side 60
Anna Jóhannsdóttir Refskák sögumanns Skugga-Baldurs /T A\ 1. Inngangur Skáldsagan Skugga-Baldur eftir Sjón (2003a) ber nndiirúúYmn pjóðsaga} Við lestur hennar kemst lesandi fljótt að því að Skugga-Baldur er mun flóknari og margbrotnari saga en hefð- bundnar þjóðsögur. Goðsöguleg einkenni, eins og átök góðs og ills, náttúru og ónáttúru, hafa löngum fylgt þjóðsögum og ævinfyrum. Túlk- un (fræði)manna á Skugga-Baldri hefur heldur ekki farið varhluta af þeirri tengingu enda telja margir söguna beinlínis fjalla um baráttu and- stæðra póla. Slík barátta birtist í frásögnum af réttri eða rangri breytni persóna við lítilmagn- ann (sbr. Um myndbreytingar (án árs) og Sjón 2003b). Þessi túlkun á auðvitað fullan rétt á sér en þar sem Sjón er annars vegar er hugsanlega önnur vídd sem má leika sér með. Vissulega kemur þjóðsagan fljótt upp í hugann við lestur Skugga-Baldurs enda em mörg þekkt þjóðsagna- minni sem koma fyrir sjónir lesanda. Stíllinn er þó ólíkur stíl þjóðsagna enda ekki um munn- mælasögu að ræða heldur ljóðræna skáldsögu þar sem mikið fer fyrir myndhverfingum. Það er líka ljóst að hvert orð Skugga-Baldurs skiptir máli og verður ekki slitið úr samhengi og kannski mætti segja um þá sögu að ekki sé allt sem sýnist. 1 Þessi grein er unnin upp úr ritgerð minni í námskeið- inu 05.40.21 Bókmenntafræði frá árinu 2004 undir leiðsögn Bergljótar Kristjánsdóttur. Frásagnaraðferð Skugga-Baldurs gefur til- efni til að greina söguna á annan hátt æn tog- streitu milli góðs og ills. Hér er ætlunin að staldra við sögumanninn og aðferðir hans. Við fyrstu sýn má ætla að sjónarhornið sé til skipt- is hjá tveimur sögumönnum. En er það endi- lega svo? Má ekki allt eins komast að þeirri niðurstöðu að sögumaðurinn sé einn og hinn sami verkið á enda? Um það fjallar þessi grein. Fyrst skal vikið að söguþræðinum. í stómm dráttum fjallar Skugga-Baldur um sveitungana Friðrik B. Friðjónsson og Baldur Skuggason sem búa á sínum bænum hvor í Dal á Norður- landi. Friðrik er menntaður heimsborgari og Baldur heimóttarlegur sveitaprestur. Einnig kemur til sögu fötluð stúlka sem er mikill áhrifa- valdur í lífi mannanna beggja. Bókin skiptist í fjóra sjálfstæða kafla sem tengjast ekki full- komlega fyrr en í lok sögunnar. Ferðast er fram og aftur í tíma þótt sagan segi að mestu frá ör- fáum dögum í ársbyrjun 1883. Vangefna stúlk- an Abba sem er með Downsheilkenni hlýtur skjól hjá Friðriki sem annast hana af stakri alúð í 15 ár. Sagan gerist að mestu eftir lát Obbu og segir frá ógeðfelldum atburðum í lífi hennar sem leiddu til þess að þeir Friðrik og Baldur virða hvor annan ekki viðlits. Stór hluti sög- unnar fjallar um prestinn á tófuveiðum. Þá er sagt frá því að Friðrik hafi áður hleypt heim- draganum þegar hann dvaldi langdvölum í Danmörku við nám í grasafræði, sem hann 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.