Mímir - 01.06.2007, Síða 61

Mímir - 01.06.2007, Síða 61
reyndar lauk aldrei. I lok sögunnar segist Friðrik í sendibréfi vita að séra Baldur sé faðir Obbu sem hafi selt hana sjómönnum á seglskútu og fengið í staðinn byssuhólk og haglaskot. Þá fyrst er það kunngert hvers vegna Friðrik hefur hina megnustu andúð á Baldri. An frekari málalenginga er rétt að stilla sér upp við hlið þessa kynlega sögumanns og skoða helstu persónur sögunnar og leita skýringa á mótun þeirra og hegðun. Hvort sem gert er ráð fyrir einum eða tveimur sögumönnum skiptast frásagnirnar í tvo flokka, þ.e. 1. persónu frá- sögn, sbr. sendibréf Friðriks og samtöl hans, og 3. persónu frásögn ónefnds sögumanns sem sér stundum inn í huga persóna. 2. Stálblá augu og byssuhólkur Útliti séra Baldurs er nákvæmlega lýst í fyrsta kafla:2 Hann var [...] þrekvaxinn og þykkur undir hönd. Stórskorinn í andliti, ennið í meðallagi hátt, en breitt og gaf andlitinu svip. Augun voru lítil, stálblá og lágu djúpt undir miklum augabrúnum, samvöxnum. Nefið var hátt og digurt. [...] Hann var með moldarbrúnt hár, farið að grána. Kúptur fæðingarblettur sat ofar- lega á vinstri nasavæng. (17) Baldur er ekki frýnilegur og þar að auki er út- liti hans lýst þannig að honum svipar sterklega til tófu. Baldur stígur aldrei fram í eigin per- sónu og eru lýsingar á hegðun hans og atferli fengnar frá ónefndum sögumanni eða erkióvini hans, Friðrild. Um afstöðu Baldurs til manna og málefna má lesa út frá orðræðu Hálfdáns sem er fatlaður vinnumaður Baldurs og því hvernig kirkjugestir breyta gagnvart honum. Þá kemur fram að Baldur hafi ekki lesið til prests fyrr en eftir að hann varð ekkjumaður en kona hans framdi sjálfsmorð. 2 Framvegis verður aðeins vísað í Skugga-Baldur (Sjón 2003a) með blaðsíðutali innan sviga. í fyrsta kafla er hugrenningum Baldurs lýst. Þar er hann sýndur sem þrautseigur og flinkur veiðimaður sem þekkir vel til háttalags tófunn- ar og samsamar sig henni. Sagt er að hann mæli spor dýrsins — því stærra sem það er, þeim mun meiri tekjur gefur það honum. Hann er einnig sýndur sem hræsnari þegar hann, sjálfur presturinn, notar rifrildi úr sálmabók og treður því í byssuhlaupið til að draga úr hvini vindsins. Allar lýsingarnar miða að því að sýna séra Baldur í líki ókindar og hörkutóls. I öðrum kafla getur verið torvelt að greina hjá hvorum sögumanni sjónarhornið er því að svo virðist sem hann hverfi títt inn í hugarheim Friðriks. Áður en dómur Friðriks um Baldur kemur fyrir sjónir lesanda hefur sögumaður rakið sorgarsögu Obbu. Hann segir að Abba hafi fundist hlekkjuð um borð í erlendri segl- skútu sem strandaði við Suðurland. Þá er sagt frá böggli einum, kyrfilega bundnum, sem hún varðveitti sem sjáaldur auga síns. Oll ummerki sýndu að hún hafði verið beitt kynferðislegu of- beldi um borð í skipinu. Þá var einnig ljóst að hún var langt gengin með og fæðir barnið stuttu síðar án þess að nokkur viti. Yfirvöld skerast í leikinn þegar hún er gómuð við að grafa barns- líkið ofan á ókunnugt leiði í kirkjugarði. Þegar til stendur að senda hana til refsivistar hittir Friðrik hana og aumkar sig yfir hana. Irónísk frásaga af Baldri í þriðja kafla er fremur lík draumi eða fantasíu. Þar er Baldur kominn í sjálfheldu undir jöklinum með bráð- ina, þ.e. tófuna, sér við brjóst. Á nöturlegan og jafnframt kómískan hátt er hann látinn horfast í augu við dauðann. Hann tekur upp á því að kveða rímur til að verða ekki vitlaus. Síðan á hann samtal við sjálfan sig líkt og barn og sést dunda sér eins og fábjáni með þurrkaðan þorsk- haus. Hér má sjá ákveðin líkindi með honum og Öbbu þar sem hún er meðal óvina með fót- járn og hann fastur í gjótu og hræddur við ref- inn. Sögumaður lýsir Baldri sem sjálfbirgingi og lélegum brandarakarli sem hlýtur kuldaleg- 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.