Mímir - 01.06.2007, Page 74

Mímir - 01.06.2007, Page 74
Af tilviljun var stelpa (22 ára) beðin um að beygja no.fótur í fleirtölu með greini og gaf hún þetta svar: (34) fæturnir um fæturnar frá fótunum til fótanna Það er augljóst af dæminu fyrir ofan að kyn no. fótur veiklast í þf.ft.m.gr. Kvenkynsmynd no. fótur í þf.ft.m.gr. hefur verið allra eðlilegust í málvitund viðkomandi um þetta nafnorð, svo eðlileg að viðkomandi gerði sér ekki grein fyrir því að hann notaði í einu tvö ólík beygingar- mynstur, hvort fyrir sitt kynið. Niðurstöður þessarar könnunar eru ekki marktækar fyrst og fremst af því að of fáir tóku þátt í henni, hún var óformleg og gerð munn- lega og tilgangurinn með henni var að fá að heyra hvernig hópur starfsfólks á ákveðnum vinnustað og börn þeirra notaði no. fótur í þf.ft.m.gr. Þessar niðurstöður geta þó gefið vís- bendingu um breytta notkun þessa nafnorðs en það mætti kanna betur. 5. Lokaorð I þessari grein var búið til yfirlit yfir notkun nafnorðsins fótur í nf.ft. og sérstök áhersla lögð á þf.ft.m.gr. í aldanna rás. Þessi leið var farin þegar no. fótur var kannað: Sýnt var í hvaða beygingarflokki no .fótur á heima og því næst voru málfræðirit skoðuð þar sem lýsingar á þessu nafnorði fundust, samtals 12 rit. I einu ritanna var sagt að no .fótur geti haft tilhneig- ingu til þess að skipta um kyn í daglegu tali þegar það er notað með greini í fleirtölu. Eng- inn málfræðingur gefur til kynna notkun í kvenkyni eintölu *hún fótin (sbr. hún bókin, hiin rótin), enda ekki við því að búast. Orðabækur sýna að búast má við notkun no. fótur í kvenkyni í þf.ft.m.gr. og mörg dæmi styðja lýsingarnar sem er að finna í orðabókum. Ruglingur kemur elcki fram (af fyrirliggjandi upplýsingum að dæma) í skrift fyrr en á 16. öld í ritum á borð við Nya Testamentið (1540) og Guðbrandsbiblíu (1584). Hugsanlegt er að ruglings hafi farið að gæta hvað kyn nafnorðs- ins varðar fyrr, en engar heimildir fundust þeirri tilgátu til stuðnings. Þróunin yfir í kvenkyn lif- ir góðu lífi á 16. öld en aldirnar þar á eftir virð- ist sem þróunin hverfi en komi upp á ný í byrjun 20. aldar. Ekki er auðvelt að finna skýringu á þessari ráðgátu, þ.e. af hverju no. fótur getur ekki ákveðið sig í hvaða kyni það eigi að vera í nf. og þf.ft.m.gr. Mögulegt er að no.fótur skipti um kyn vegna áhrifa frá kvenkynsorðunum í sam- hljóðastofnunum, einkum þeim sem tákna tvennt af líkama. Annar möguleiki er málvenj- an. Fólk býr til með áhrifsbreytingum nýjar myndir sem eru tengdar nafnorðum á sama merkingarsviði eða nafnorðum sem eru hljóð- fræðilega lík, t.d. í nf. og þf.ft. Að lokum mætti segja að no.fótur sé ekki komið út úr skápnum nú á dögum en það vill svo til að nafnorðið er ekki tilbúið að sleppa samsemd sinni við karlkynið og þess vegna er ekki hægt að koma fram við nafnorðið sem kvenkynsorð því no.fótur er enn að ákveða sig þó að búið sé að ryðja brautina í kvk.þf.ft.m.gr. og nafnorðið hafi fengið sess þar. Heimildaskrá Málfræðirit Alexander Jóhannesson. 1923-24. Islenzk tunga ífornöld. Bókaverzlun Arsæls Árnasonar, Reykjavík. Ásta Svavarsdóttir og Margrét Jónsdóttir. 1998. Islenska fyrir útlendinga. Kennslubók í málfræði. Málvís- indastofnun HI, Reykjavík. Heusler, Andreas. 1913. AltislándischesElementarbuch. Carl Winter's Universitátsbuchhandlung, Heidelberg. Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfrœði. Námsgagnastofnun, Reykjavík. 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.