Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 81

Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 81
(20) M28: já udda marr :):) (21) M34: mm.. enn sagdi hann tha i alluru :S (22) M34: kaa (23) Ml: ertu arna (24) M20: svona allt í læ Allar þær hljóðbreytingar sem fram koma hér að framan, samlaganir sem og brottföll, eru undir venjulegum kringumstæðum ekki sýndar í stafsetningu og eru komnar til vegna þess að mælandi líkir eftir talmáli. Orðið auðvitað er stytt í udda og gefur mynd af rithætti orðsins þar sem a í upphafi þess hefur verið fellt brott vegna einhljóðunar [öi] í [u]. Stytting orðsins alvöru í alluru er sams konar og algeng stytting á orðinu af hverju í akkurru en er mun sjaldséðari í spjalli í gegnum netforrit. Mæland- inn er greinilega afar frjálslegur í notkun málsins og skrifar nákvæmlega það sem hann myndi bera fram með óskýrum hætti í venju- legu talmáli. Orðmyndin kaa er stytting á orðinu hvað og er hún sjaldséð í þessari fram- setningu í rituðu máli. Hv~ í upphafi orðsins er borið fram sem [kvk] og því ekki furða að mælandi riti bókstafmn k í upphafi orðsins. Þarna er á ferðinni mjög mikil afbökun hefð- bundinnar stafsetningar og mælandi leyfir sér að fýlgja algjörlega framburði orðsins þar sem [ð] í bakstöðu er einnig fellt út. Samkvæmt Handbók um íslenskan framburð fellurþ oft brott framburði þegar það stendur inni í miðjum setningum (Indriði Gíslason og Höskuldur Þráinsson 2000:54) og sést það á orðmyndinni arna þegar [þ] í framstöðu fellur brott í stafsetningu. Sjá má hvernig mælandi skrifar orðið lagi sem læ og sýnir stafsetning orðsins tvíhljóðun á undan -gi sem á sér stað við eðlilegan framburð orðsins þar sem a er borið fram [ai] (Eiríkur Rögnvaldsson 1989:57). Við eðlilegan framburð orða koma fram ákveðnar samlaganir og brottföll (Indriði Gíslason og Höskuldur Þráinsson 2000:53), þó ekki aðeins innan hvers orðs heldur koma samlaganir einnig fram á milli orða. í íslenskri hljóðfræði segir að eðlilegt sé að fyrsta hljóð í seinna orðinu leitist við að laga seinasta hljóðið í því fyrra að sér (Eiríkur Rögnvaldsson 1989: 51). Þegar mælendur í netspjalli líkja eftir talmáli rita þeir einnig orðasamruna, eins og sjá má í dæmunum hér fyrir neðan: (25) M8: ætla að láta spiletta í brúðkaupinu mínu (26) M8: fannða (27) M16: gemmér málsgrein! Þegar [þ] fellur brott í upphafi orðsins þetta standa eftir tvö sérhljóð í upphafi og enda orðanna. Samkvæmt Handbók um íslenskan framburð er algengt að áherslulaust sérhljóð í bakstöðu falli brott á undan orði sem byrjar á sérhljóði (Indriði Gíslason og Höskuldur Þráinsson 2000:53). [a] í bakstöðu orðsins spila fellur saman við [e] í orðinu þetta eftir að þ hefur fallið brott og úr verður orðmyndin sem sýnd er. Einnig má sjá í dæmi (26) hvernig [þ] í áherslulausa orðinu það raddast þegar orðið samlagast fann og úr verður fannða. Dæmin hér að framan sýna einnig samlaganir sem verða ekki útskýrðar með reglum um samlaganir og brottföll í málinu. Orðmyndin gemmér sem er stytting á orðunum gefðu mér sýnir hvernig orð sem hefst á [m] samlagast orðinu sem stendur á undan þannig að úr því verður langt [m:]. Ef orðasamruninn er borinn fram með sérlega óskýrum hætti er þó hægt að heyra hvernig -fðu í gefðu loðir saman við upphaf orðsins mér þannig að úr verður samsuðan sem sýnd er. Samruni orða í ritun á ræðu netspjalls fer langt fram úr þeim viðmiðum sem fræðimenn, sbr. Indriða Gíslason og Höskuld Þráinsson (2000) og Eirík Rögnvaldsson (1989), hafa tekið saman við athugun á algengum sam- lögunum og brottföllum í talmáli. Mælandi ritar orðin oft og tíðum ekki eftir þessum viðmiðum og því geta komið fram undarlegar orðmyndir sem jafnvel er ekki hefð fyrir í talmáli. 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.