Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 83

Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 83
Fjölmiðlar ala á gremjunni Viðtal við Guðrúnu Kvaran um nýlegt frumvarp um mannanöfn og framtíð mannanafnanefndar Áhugafólk um íslenskt mál hefur án efa veitt nýlegu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mannanöfn athygli. Frumvarp- ið lögðu Björn Ingi Hrafnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðjón Olafur Jónsson og Sæunn Stefánsdóttir fram á Alþingi í nóv- ember 2006 en lagt er til að mannanafna- nefnd verði lögð niður og öll ákvæði um hana felld brott úr lögum. Einnig er lagt til að mannanafnaskrá verði aflögð og í stað nefndar sem úrskurði um mannanöfn fari dómsmálaráðherra með úrslita- og úrskurð- arvald. 1 greinargerð með frumvarpinu segir að markmið frumvarpsins sé að „undir- strika þá meginreglu varðandi nöfn og nafngiftir fólks að almennt skuli gert ráð fyrir að nöfn séu leyfð og aðeins sérstakar aðstæður í undantekningartilfellum geti orðið til þess að ríkisvaldið komi í veg fyrir slíkt. Slíkar aðstæður geti t.d. verið hreinar nafnleysur eða að ljóst sé að nafn geti orðið nafnbera til ama, sbr. ákvæði núgildandi laga“. Fyrr sama ár, þann 31. júh', fjallaði frétta- stofa NFS um mannanafnanefnd Malasíu sem stóð í ströngu því að þar í landi hafði al- gjört frelsi ríkt í nafngiftum. Fullorðið fólk var farið að taka upp alls kyns nöfn sem því fannst flott og sniðug og börnum voru gefm sér- kennileg nöfn sem áttu að vernda þau gegn illum öflum. Nefndin sendi frá sér lista með nöfnum sem fólk var hvatt til að sniðganga. Á listanum voru meðal annars tölustafir, t.d. 007, bíltegundir, orð sem orkuðu tvímælis, t.d. þau sem útlegðust á íslensku sem ‘kyn- mök’, ásamt konunglegum titlum. Okkur í ritnefnd Mímis fannst öll þessi umræða um mannanöfn, sem og frumvarp þeim viðkomandi, eiga fullt erindi við lesend- ur blaðsins. Því tókum við þá konu tali sem hvað mesta reynslu hefur af störfum í manna- nafnanefnd og hefur sannarlega brennandi áhuga á mannanöfnum. Það er Guðrún Kvaran, stofustjóri Orðabókar Háskólans sem nú hefur sameinast fleiri stofnunum í Stofn- un Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Guðrún sat í hinni fyrstu mannanafnanefnd sem tók til starfa í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og lagði grundvöllinn að starf- semi hennar: að úrskurða um þau nöfn sem vafi lék á að samræmdust lögum. Áður en nefndin var sett á laggirnar átti Heimspeki- deild HI að fara með þessi málefni en það fyrir- komulag gafst illa. Nefndin starfaði allt til 1995 undir formennsku Guðrúnar þegar hún sagði af sér vegna ágreiningsmáls sem upp kom: „Til nefndarinnar bárust boð ofan úr dómsmálaráðuneyti um að það yrði að gera meira fyrir ákveðinn mann en aðra og nefndin neitaði því. Þá var ég kölluð fyrir ráðherra en lét mig elcki með það að ég gerði ekkert minna fyrir Jón en séra Jón. Þarna var verið að biðja um ættarnafn ömmu sem millinafn á barni.“ 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.