Mímir - 01.06.2007, Page 84

Mímir - 01.06.2007, Page 84
Eftir að nefndin sagði af sér var ráðist í breytingar á lögunum þar sem þingheimi fannst skilgreiningar þeirra þröngar og má þar nefna að Kvennalistinn lagði sérstaka áherslu á að kenna mætti börn bæði við móður og föður. Guðrún tók sæti að nýju í mannanafnanefnd þegar ný nefnd tók til starfa í kjölfar lagabreyt- inganna. Þá var hún formaður Islenskrar mál- nefndar og var tilnefnd til setu í mannanafna- nefnd en að hennar sögn var erfitt að finna fólk til starfa í nefndinni. Engin grundvallarbreyting hefði þó verið gerð á henni í nýju lögunum en þar hefðu millinöfnin verið leyfð: „Millinöfnin hafa verið tvenns konar: annars vegar nöfn sem menn ákváðu að taka upp og máttu ekki hafa nefnifallsendingu og urðu að vera af íslenskum stofni. Hins vegar mátti líka taka upp ættarnafn sem millinafn ef það var fyrir í fjölskyldunni og af því að ættarnöfn gengu áður bara í karllegg var það mjög oft sem þau héldu ekki áfram í gegnum konuna og lögðust af. Nú var það leyft að ef amma þess sem bað um nafnið hefði haft rétt til þess að bera ættarnafn samkvæmt nú- gildandi lögum, mátti taka nafnið upp sem millinafn. Þetta hafði þau áhrif að það fóru að koma höktandi gamalmenni til Þjóðskrár og segja: Hún amma mín hafði leyfi til að bera ættarnafn og nú vil ég taka það upp. Þá tekur amman það upp af því að amma hennar hefði haft rétt til þess og þá hafa barnabörnin rétt á að nota nafnið. Þetta er miklu algengara en menn vita um. Þannig að nýjustu lögin sem áttu að ganga af ættarnöfnum dauðum hafa alveg verkað í þveröfuga átt. Þeim hefur stór- fjölgað vegna þess að fólk hættir að nota föður- nafnið dagsdaglega þótt það sé skráð í Þjóðskrá og notar í staðinn millinafn." Guðrún segir starf nefndarinnar afar erfitt því að erlendum nöfnum fjölgi ört með auknum fjölda erlendra ríkisborgara sem gerist íslenskir ríkisborgarar. Um leið séu nöfn þeirra rituð í Þjóðskrá og tekin inn í íslenska nafnaflóru: „Það er enginn vandi að samþykkja nöfn ef þau taka eignarfalls-r og það er ekkert við rithátt- inn sem heimtar kommur. Og það er gert. Oft eru þetta kvenmannsnöfn sem beygjast eftir veikri beygingu og renna þá ljúflega inn en svo koma nöfn sem beðið er um af íslendingum en eru ekki skrifuð með íslenskum rithætti og er þeim hafnað ef hefðarreglan gildir ekki. Þannig veit ég að nafninu Júdith, sem Islendingur óskaði eftir, var hafnað vegna tó-ritháttarins sem taldist ekki íslenskur en nafnið Júdit er til, m.a. í Biblíunni. En Judith fór inn á hefðinni svo að þarna er þetta farið að stangast á.“ Hún leggur áherslu á að mannanafnanefnd verði að fara að lögum. Ekki verði hjá því vik- ist að fara eftir ákvæðum laga og ekki sé hægt að gera undanþágu fýrir einn en ekki annan þar sem lögin gildi fyrir alla. Nefndin verkfæri laganna Þegar Guðrún er innt eftir fyrirmyndinni að ís- lenskri mannanafnanefnd kveðst hún vita til þess að slíkar nefndir séu starfandi á Norður- löndunum og að Norðmenn vilji mjög gjarnan herða sínar reglur. Þar sé algengt að fólk vilji taka upp alls konar „vitleysu“ sem millinöfn, t.d. Coca-Cola. I Danmörku sé einnig starfandi nefnd í tengslum við málnefndina: „Nágrannar okkar hafa þó ekki lent í sömu vandræðum og við því að við höfum séríslenskt stafróf. Þeir gætu tekið Judith inn með u-i og -th- alveg um- hugsunarlaust nánast. En við emm að reyna að halda bæði utan um beygingakerfið og íslenskt nafnakerfi.“ Guðrún er spurð um afstöðu sína til núver- andi fyrirkomulags að úrskurðum nefndarinn- ar sé ekki hægt að skjóta til æðra yfirvalds og segir hún það bagalegt: „Það ætti í raun alltaf að vera hægt því að það er mjög erfitt að hafa algjört úrskurðarvald. Ef nefndin fer að lögum skiptir það hana engu máli þó að það sé einhver annar úrskurðaraðili ef hann fer einnig að lög- um en gerir ekki meira fyrir séra Jón en Jón. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.