Mímir - 01.06.2007, Side 87

Mímir - 01.06.2007, Side 87
vinnu í. Það kostar mikla vinnu að leita heim- ilda, sérstaklega varðandi það ákvæði að sé ann- að foreldri erlendur ríkisborgari má gefa barni eitt erlent nafn sé það viðurkennt nafn í heima- landi viðkomandi. Það er heilmikil vinna að komast að því hvort ákveðið nafn sé virkilega notað í Bosníu eða Albaníu. Þannig að ég get ekki séð að það verði neinn grundvallarmunur. Það hljóta alltaf að verða einhverjir innan ráðu- neytisins sem fá þetta sem málaflokk og verða svo kannski að leita sér aðstoðar. Eg hef verið í þessu því að ég hef legið í mannanöfnum um áratugaskeið, næstum þrjátíu ár, og á mikið af gögnum, innlendum og erlendum, sem eru nauðsynleg í þessu starfi. Eg get því ekki ímyndað mér annað en að ráðuneytið yrði að kalla til einhvern ráðgjafahóp. Allsherjarnefnd er með frumvarpið til umfjöllunar og venjulega sendir hún það út til umsagnar. Samkvæmt lögum á að senda svona frumvörp til Islenskrar málnefndar og það hefur nýlega verið gert. Eina ráðið til að ná algjörlega frjálsræði í nafngjöf, eins og margir af þessum ungu mönnum vilja, er að leggja bara niður lögin. En á sama tíma, og það vita þeir ekkert um af því að þeir kynna sér málið ekki nógu vel þegar þeir rjúka af stað með svona frumvarp, er verið að herða lögin í nágrannalöndunum til þess að koma í veg fyrir að fólk verði að burðast alla ævina með ankanna- leg nafnskrípi.“ Hún segist þó vantrúuð á að þorri manna myndi taka upp á því að gefa börnum sínum undarleg nöfn. Við spyrjum Guðrúnu hvort hún haldi að þetta frumvarp sé það besta sem hægt sé að gera í stöðunni í dag eða hvort hún hafi einhverjar aðrar úrbætur: „Mér finnst þetta frumvarp vera fyrir neðan allar hellur. Þegar lögin voru samþykkt 1996 var ákveðið að end- urskoða þau eða að minnsta kosti fara yfir reynsluna af þeim innan árs að mig minnir. Það hefur ekki verið gert almennilega enn. Það sem á að gera er að fara rækilega yfir lögin eins og þau eru núna, taka út úr þeim það sem ekki hef- Eyrún Valsdóttir rœðir við Guðrúnu Kvaran. ur reynst vel og víkka þau að svo miklu leyti sem er hægt án þess að stefna íslenskum nafna- forða í hættu. Menn þurfa að sjá samhengið. Þegar mikið er orðið um nöfn sem er ekki hægt að beygja, bara vegna erlends uppruna og ým- issa annarra atriða, nota menn þau óbeygð og það færist meira og meira í vöxt að mannanöfn séu óbeygð. Og þegar ákveðinn orðahópur inn- an kerfisins er orðinn óbeygður hvað verður næst? Þannig misstu Norðurlandaþjóðirnar smám saman niður beygingarnar sínar þegar byrjað var að slaka á og svo dauðsjá menn eftir öllu saman núna en þá er bara orðið alltof seint að aðhafast nokkuð.“ Tískunöfn í umræðunni Nafnið Blœr er ætíð hluti umræðna um manna- nafnanefnd og störf hennar. Guðrún er spurð hver sé saga þess: „Blær er ekki leyft sem kven- mannsnafn. Blær er nafn á drengjum, aðallega notað sem seinna nafn. Það er fyrir lögin 1991 sem Guðmundur P. Ólafsson og kona hans gefa dóttur sinni nafnið Blær. Ástæðan fyrir því er að í Brekkukotsannál Laxness er stúlka sem er að kenna Álfgrími á píanó eða orgel. Maður veit aldrei almennilega hvað hún heitir, nafnið er ekld nefnt nema tvisvar í sögunni. Heitir hún Blær eða er hún einhvers konar blær í huga 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.