Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 95

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 95
Brynhildur gjarnan nefnd Buðla dóttir. Eitt ljóða Páls heitir hreint og beint Brynhildur Bjarnardóttir: Mín sefur Brynhildur Bjarnardóttir björtum og hlýjum blæjum varin, fellur bleikt um bjartan vanga og háls mjallhvítan hárlokka safn. Lyfti eg blæju frá brjósti meyjar og augum leiði indæla mynd. Hvít ertu að líta, heit að fmna, heilög og fögur, hjartkæra mey. Ljúk þú upp augum, lyft þú upp höndum, kyss þú mig, Brynhildur Bjarnardóttir. Eg gekk bjartan berum fótum vafurloga að líta þig. Vafurloginn undirstrikar samlíkinguna við Brynhildi Buðladóttur á fjallinu. Og öðru sinni yrkir hann svo til Brynhildar sinnar: Eg er sælli, að eg má líta ásýnd þína, en þótt ég ætti gull og Grana, Gram og hreysti Fáfnisbana.35 Enn má nefna að Páll endursagði Brynhildar- bæn eftir sænska skáldið Runeberg. Lindir ílundum Fleiri dæmi má nefna um minni úr Eddukvæð- um í ástarljóðum Páls. I Hjartkær meyja segir hann þau Ragnhildi aðskilin „mæki beittum“ af 35 PállÓlafsson 1971:138. skapadægrum en egg sú er óyfirstíganleg,36 og „sá er oss vígði / várarhendi / liggur nú lík“.37 Lindir vatns og svölunar finnast víða í kringum Ragnhildi, alkunn minni úr Eddu; tákn hrein- leika, helgi og lækninga. Ymist er það hún sjálf, dýpt augna hennar eða táralindir sem verða honum lífsins lind og svala honum eins og „döggin dala“ er svölun náttúrunni. Stundum leiðir hann hana í lundinn eða leitar hennar þar, sbr. Barra, lundinn þar sem Gerður kvaðst myndu hitta Frey í Skírnismálum, en sá fund- ur hefur orðið mikið frjósemisminni síðan og lundurinn einnig.38 An Ragnhildar verður sól- skinið svart, sbr. Völuspá, 40. vísu,39 himinninn heitir á einum stað „beðja Óðins“ og í sama ljóði skildu þau „að dómi Skuldar".40 Eiðar eru Páli hugleiknir eklfi síður en Edduskáldum, hann talar um eiða þeirra Ragnhildar, eiða sína við hana og föður hennar um að annast hana að honum látnum41 og eitt ljóða hans hefst á orð- unum „Skiptum ástum, / eiða sórum / og tál- lausar / tryggðir bundum“ þar sem „skiptum ástum“ minnir á það orðalag í Eddukvæðum er menn sórust í fóstbræðralag og „skiptu eiðum“. Mjög er einmitt lfiifað á eiðum og eiðrofum í Sigurðarkviðu inni skömmu er Gunnar og Högni, fóstbræður Sigurðar, láta vega hann en efni hennar mun hafa verið Páli allhugleikið, 36 Sbr. Eddukvœði 2001:278, Sigurðarkviða in skamma, 47. vísu: Brynhildur „miðlaði sig mækis eggjum“ eft- ir bana Sigurðar. 37 Páll Ólafsson 1984b:172, úr Skiptum ástum. Vár er ásynja sú er Þrymur ákallar til hjúskaparvígslu sinnar og Freyju, sem hann hyggur sig vera um það bil að kvænast, en sem reynist vera Þór í dulargervi henn- ar, sbr. Eddukvœði 2001:142, Þrymskviða, 30. vísu. Sbr. einnig Eddukvœði 2001:286, Helreið Brynhild- ar, 2. vísu. 38 Sbr. Eddukvæði 2001:93-94, 39. og 41. vísu. 39 Eddukvæði 2001:13. 40 Sbr. Pál Ólafsson 1971:165, Heilsar dölum og háls- um. 41 Sbr. Pál Ólafsson 1971:24, Draga mig ástrík augu, og 117, Ljóðakverið. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.