Mímir - 01.06.2007, Side 96

Mímir - 01.06.2007, Side 96
svo sem áður hefur verið bent á. Og aðeins einn maður fær riðið vafurloga Ragnhildar: Synd né illur andi enginn fær nærri gengið brúðar mjallhvítum beði, brennir þá umgerð hennar, vafurlogi því lifir ljós yfir beði drósar. Þann klýfr einn sá er ann þér eld á hverju kveldi. Uppspretturnar Hér hefur verið sýnt fram á að Páll Ólafsson var fyllilega meðvitaður um þá rómantísku vinda sem um heiminn léku á skáldævi hans og sjá má að hann leitar að sömu brunnum og skáldbræð- ur hans en aldrei er að fmna áberandi stæling- ar á ljóðum samtímamanna eða bein áhrif. Einnig voru tínd til dæmi um það hvernig Páll leitar stundum í smiðju fornbókmennta eftir myndmáli og kenningum og beitir samlíking- um úr þeim sagnaheimi við að tjá sína eigin reynslu af ástinni, án þess þó að ofgera þeirri aðferð nokkru sinni. Af þessu má sjá að Páll var vel lesinn í bókmenntum, bæði nýjum og forn- um, þó svo að hann skipaði sér sjálfur aldrei í orði kveðnu og af einurð í stétt skálda. Það sem einkennir allan skáldskap Páls er fyrst og fremst hnyttnin og hagleikni hans með látlausar samlíkingar, vel skiljanlegar hverjum sem er án þess að vera flatar og útjaskaðar. Þessi gáfa nýtist honum einkar vel í ástarljóðunum og gerir þau í raun og veru mun sígildari en ef þau væru í meira mæli hlaðin kenningum. Og það sem gerir það að verkum að lesandanum leiðist aldrei allt þetta hjal um ást og þrá, ótta og kvíða, gleði, sorgir og mæðu er einmitt margbreytileikinn í líkingum og eilíf hug- kvæmnin. Afar sjaldgæft er að finna til væmni við lesturinn, og er það meira en sagt verður um ástarljóð ýmissa annarra. Það hefur eflaust ver- ið ástæða þess að Ragnhildur bað hann sífellt að yrkja meira, meira. Hvert og eitt ljóð er ný smásaga, hvort sem tilfmningin er sár eða ljúf; smásaga að ytra formi en furðu stór að innihaldi og oft er efnið því stærra sem umfangið er smærra. Og vísun þeirra í raunveruleikann ger- ir þau mun meira aðlaðandi en margt annað af sama toga. Eftir lestur ástarljóða Páls Ólafs- sonar er auðvelt að fullvissa samvisku hans um að hann hafði nokkuð til síns máls er hann sagði: „Konu sína enginn kyssti betur / né kvað um hana líkt og ég.“42 Heimildaskrá Benedikt Sv. Gröndal. 1948. Ritsafn. Gils Guðmunds- son sá um útgáfuna. Fyrsta bindi. Isafoldarprent- smiðja H.F., Reykjavík. Bjarni Thorarensen. 1954. Kvæði. Islenzk úrvalsrit. Kristján Karlsson gaf út. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs, Reykjavík. Dagskrá. 1896.1. árg., 12. tbl. Eigandi og ábyrgðarmað- ur Einar Benediktsson cand. juris. Reykjavík. Eddukvœði 2001. Með skýringum eftir Gísla Sigurðsson. Formáli eftir Armann Jakobsson. íslands þúsund ár. Islensku bókaklúbbarnir, Reykjavík. Gísli Brynjúlfsson. 2003. Ljóð og laust mál. Sveinn Yngvi Egilsson bjó til prentunar og ritar inngang. Bók- menntafræðistofnun Háskóla íslands, Reykjavík. Jón Olafsson. 1900. Formáli. Páll Olafsson. Ljóðmæli. II bindi. Jón Olafsson gaf út. Reykjavík. Páll Ólafsson. 1971. Fundin Ijóð. Helgafell, Reykjavík. Páll Ólafsson. 1984a. Kvœði. Fyrra bindi. Sigurborg Hilmarsdóttir gaf út. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins sf. [Utgáfustaðar ekki getið.] Páll Ólafsson. 1984b. Kvœði. Síðara bindi. Sigurborg Hilmarsdóttir gaf út. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins sf. [Utgáfustaðar ekki getið.] Snót. 1945. Nokkur kvæði eftir ýmiss skáld. Fyrra og síð- ara bindi. Fjórða útgáfa. Einar Thorlacius bjó til prentunar. Isafoldarprentsmiðja H/F, Reykjavík. Sveinn Yngvi Egilsson. 2003. Inngangur. Gísli Brynj- úlfsson. Ljóð og laust mál. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands, Reykjavík. Þórarinn Hjartarson. 1997. Riddarinnfrá Halfreðarstöð- um. Um líf og yrkingar Páls Ólafssonar. 3 útvarps- þættir. Meðflutningsmaður: Ragnheiður Olafsdóttir. RÚV. 42 Sbr. Pál Ólafsson 1984b:199. 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.