Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 98

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 98
skóla íslands. Prófið var hannað fyrir norsk og íslensk börn í því skyni að kanna þátíðarmynd- un í máli þeirra (sjá Hrafnhildi Ragnarsdóttur 1998). I þátíðarprófinu er 61 sögn. Af 61 sögn er nálega helmingur veikar sagnir og helmingur sterkar. Sterku sögnunum var skipt í þrennt: Sl, S2 og S3. Veiku sögnunum var skipt í fimm flokka: V-a, VR-a, V-i, VR-i og V-bl. (Sjá töflu 1 hér á eftir sem er sambærileg töflu 2 í grein- inni Að læra þátíð sagna eftir Hrafnhildi Rag- narsdóttur (1998:261).) Eins og fram kom hér að framan var sterku sögnunum skipt í þrennt. I S1 og S2 eru vald- ar sagnir úr stórum flokkum sterkra sagna en í S3 úr fáliðaðri undirflokkum sterkra sagna. I flokknum S1 eru sterkar sagnir með hljóðskipt- in ile-a-u-o/u, til dæmis binda og drekka. Mjög margar veikar sagnir ríma í nafnhætti við sterk- ar sagnir úr þessum flokki, til dæmis rímar sterka sögnin binda við veiku sögnina synda, detta rímar við gretta o.s.frv. I flokknum S2 eru sterkar sagnir með hljóðskiptin jóljúlú-au-u-o, til dæmis brjóta, fljúga og súpa. Við sagnirnar úr þessum flokki ríma mjög fáar veikar sagnir. Þátíð sterkra sagna er mynduð með því að breyta stofnsérhljóðinu, til dæmis bíta - beit, fara - fór, gefa - gaf o.s.frv. (Kristján Árnason 1980:61). Langflestar sagnir í íslensku eru veikar. Hér að framan var bent á að veiku sögnunum var skipt í fimm flokka. I V-a og VR-a eru sagnir úr veika Æ-flokknum. I flokknum VR-a eru a- sagnir sem ríma við sterkar sagnir, til dæmis rímar veika sögnin lofa úr flokknumVR-a við sterku sögnina sofa, mynda rímar við binda, stúta rímar við lúta o.s.frv. Sagnir úr veilca a- flokknum mynda þátíð með því að bæta -aði við stofninn, til dæmis kalla - kallaði. Samkvæmt Jóni Gíslasyni (1996:71) mynda a-sagnir 64,6% (1121) allra veikra sagna og eru þær stærsti og reglulegasti flokkur veikra sagna. Hann er einnig eini virki beygingarflokkur sagna í íslensku sem þýðir að í hann „leita nýyrði og tökuorð, orð úr öðrum flokkum færast í virkan flokk en orð úr virkum flokki flytjast ekki í aðra flokka“ Qón Gíslason 1996:95). I V-i og VR-i eru sagnir úr z’-flokknum. I flokknum VR-i eru sagnir sem ríma við sterk- ar sagnir, til dæmis rímar veika sögnin gretta við sterku sögnina detta, hringja rímar við syngja o.s.frv. Veikar sagnir úr veika z-flokknum mynda þátíð með því að bæta við -ði, -di eða -ti, til dæmis keyra — keyrði, hvíla — hvíldi, kyssa - kyssti. Þær mynda 31,3% (543) allra veikra sagna (Jón Gíslason 1996:71). Sagnir í flokk- unum V-a og V-i ríma ekki við sterkar sagnir. I flokknum V-bl eru blandaðar sagnir, til dæmis kaupa, sækja og telja. Þess konar sagnir taka þátíðarviðskeyti -ði, -di eða -ti eins og veikar sagnir og skipta líka um sérhljóð eins og sterkar sagnir, til dæmis kaupa - keypti, scekja - sótti, telja — taldi. Blandaðar sagnir mynda 4,1% (71) allra veikra sagna (Jón Gíslason 1996:71). 2.3 Þátið sagna í íslensku og litháísku Hér verður litið á kerfi litháískra sagna sem er mjög frábrugðið kerfi íslenskra sagna. Sam- kvæmt Baldri Ragnarssyni (1999:170) hefur ht- háíska sagnakerfið einfaldast nokkuð í gegnum tíðina. I litháísku eru fjórar ósamsettar tíðir: nútíð (lith. esamasis), framtíð (lith. busimasis) og tvenns konar þátíð, önnur táknar lokinn verknað (lith. bútasis kartinis) en hin ólokinn verknað (lith. butasis dazninis) (Baldur Ragn- arsson 1999:170). Kennimyndir allra litháískra sagna eru þrjár: nafnháttur, nútíð þriðju per- sónu og þátíð þriðju persónu sem táknar lok- inn verknað. I íslensku hafa veikar sagnir þrjár kennimyndir sem eru nafnháttur, þátíð fyrstu persónu eintölu og lýsingarháttur þátíðar en sterkar sagnir hafa fjórar kennimyndir sem eru nafnháttur, þátíð fyrstu persónu eintölu, þátíð fyrstu persónu fleirtölu og lýsingarháttur þátíð- 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.