Mímir - 01.06.2007, Side 100

Mímir - 01.06.2007, Side 100
þátíðarprófið af myndum og hver mynd sýnir verknað eða athöfn sem lýsa má með þeirri sögn sem prófa átti hverju sinni. Börnin voru prófuð hvert í sínu lagi. Rann- sóknarmaðurinn, sem í þessu tilfelli var ég sjálf, sýndi barninu eina mynd í senn og útskýrði það sem um var að vera á myndinni á þessa leið: „Hérna sérðu strák kasta bolta í körfir." Síðan var myndinni flett við og barnið spurt: „Hvað gerði strákurinn í gær? Hann ...“ Með þessum hætti kynnti rannsóknarmaðurinn hverja mynd fyrir barninu og reyndi að laða fram svar. Aður en prófið byrjaði voru gerðar nokkrar tilraunir til að tryggja að barnið skildi í hverju verkefnið fólst. Einnig var útskýrt fyrir börnunum að ekkert svar væri rangt. Ef börnin beygðu t.d. ekki sögnina kasta heldur endurtóku hana eða mynduðu þátíð með hjálparsögn, var að kasta, var myndin kynnt á nýjan leik eða tilrauna- myndirnar teknar aftur fram og útskýringarnar riíjaðar upp og þannig reynt að fá fram annað svar. Síðan voru svör barnsins skráð á sérstakt eyðublað. Myndunum var raðað af handahófi frá #1 til #61. Prófið tók 30-40 mínútur hjá yngri börnum en hjá þeim eldri 15-30 mínút- ur. Fyrst var prófið útskýrt fyrir foreldrum barn- anna og leyfi fengið fyrir því að barnið tæki þátt í rannsókninni. 3. Niðurstöður rannsóknarinnar 3.1 Þróun réttra svara í beygingarflokkun- umfjórum eftir aldri barnanna Eins og áður hefur komið fram var sterku sögn- unum skipt í þrennt: Sl, S2 og S3. Munur á hlutfalli rétt beygðra þátíðarmynda af þessum sögnum reyndist ekki vera mjög mikill. Lit- háísku börnin voru með 53% þátíðarmynda réttar í S1 flokknum, 56% í S2 og 49% í S3. Með tilliti til þessarar niðurstöðu verður því hér eftir fjallað um sterkar sagnir sem einn flokk, S. Munur á hlutfalli réttrar þátíðar hjá veikum sögnum í VR-a og V-a var mun meiri. Börnin voru með 66% svara rétt í flokki VR-a og 92% í V-a. Munur á hlutfalli réttra þátíðarmynda sagnanna í VR-i og V-i var ekki mikill. Börn- in voru með 59% svara í VR-i rétt og 64% í V- i. Draga má saman það sem nú hefur komið fram þannig að þær veiku sagnir sem ekki ríma við sterkar sagnir voru oftar notaðar rétt en þær sem ríma en þar sem munurinn var ekki mjög mikill (nema hjá sögnum í VR-a og V-a en það verður útskýrt síðar) verður eftirleiðis fjallað um þrjá beygingarflokka veikra sagna: V-a, V-i og V-bl. Langhæst hlutfall réttra svara af beygingar- flokkunum fjórum var í flokkum V-a (92%) og V-i (64%). I rannsókninni sem Hrafnhildur Ragnarsdóttir (1998:262) gerði á íslenskum börnum var hlutfall réttra svara einnig langhæst í flokkunum V-a (89,5%) og V-i (70%). Hlut- fall réttra svara í S-flolcknum var 50% hjá lit- háísku börnunum en 57% hjá íslensku börnunum og í flokknum V-bl var hlutfail réttra þátíðarmynda 37,5% gegn 38,5% hjá íslenskum börnum. Eins og niðurstöður rannsóknanna sýna er munur á hlutfalli réttra svara hjá litháískum og íslenskum börnum ekki mikill en nánar verður rætt um hann hér á eftir. I töflu 2 er sýnt hlutfall réttrar þátíðar hjá hverju barni af sögnunum sem til athugunar voru. Eins og áður var nefnt var 61 sögn í próf- inu, 13 veikar a-sagnir, 12 veikar z'-sagnir, 30 sterkar og 6 blandaðar veikar sagnir. Eins og tafla 2 sýnir eru flest börnin (A, B, C, F, H, I, J, K og L) með hæst hlutfall réttra svara (92%) í beygingarflokknum V-a. Ástæða þess er sennilega sú að beygingarflokkurinn V- a er langstærsti og reglulegasti flokkur ís- lenskra sagna. Samkvæmt Jóni Gíslasyni mynda sagnir í flokknum V-a 64,6% (1121) allra veikra sagna, eins og áður hefur komið fram, á meðan sagnir í V-i mynda 31,3% (543) en V-bl 4,1% (71) allra veikra sagna (Jón Gísla- son 1996:71). 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.