Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 106

Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 106
Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir Annað skrefið — aðlögun rapps að íslenskri menningu 1. Inngangur I breskum gamanþætti sem heitir Little Britain bregða tveir menn sér í alls kyns gervi og leika litla leikþætti þar sem þeir gera oftar en ekki gys að smáborgarahætti landa sinna.1 Sögusvið eins leikþáttarins er kirkja, full af prúðum og settlegum Bretum, en presturinn er svartur og hrópar í hljóðnema og dansar í kringum fólldð eins og tíðkast í gospelkirkjum. Hann kallar í sífellu eftir svörum safnaðarins og er ólmur í að lækna fólk af líkamlegum kvillum með því einu að snerta það. Bretarnir koma af ijöllum því að þeir þekkja ekki slíka háreysti í kirkju og muldra í barm sér svör við köllum prestsins til að sýna ekki ókurteisi. Þarna er mismunandi menn- ingarheimum lýst á mjög greinilegan hátt. Hér á landi sem og í Bretlandi tíðkast ekki að prestur og söfnuður kallist á á þennan hátt, eða noti látbragð til að sýna tilfinningar í kirkju, en í gospelkirkjum blökkumanna í Bandaríkj- unum þykir það eðlilegt. Þegar presturinn er tekinn út úr sínu venjulega umhverfi og settur í annað án allrar aðlögunar verður það því óeðli- legt og jafnvel hjákátlegt. Þó fer því ijarri að ekld 1 Þessi grein er unnin í námskeiðinu 05.41.24 Ritstjórn og fræðileg skrif á haustönn 2006 upp úr B.A.-ritgerð höfundar, sem skrifuð var undir leiðsögn Sveins Yngva Egilssonar. Eru honum og Höskuldi Þráinssyni færð- ar bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. sé hægt að flytja menningu frá einum stað til annars. Þvert á móti er það mjög algengt og á sér sífellt stað. En menningin þarf að fara í gegnum nokkur stig til að aðlagast nýju samfélagi. Hipphoppmenningin er tiltölulega ný af nálinni og auðvelt er að festa hendur á hvar hún er upprunnin því að hún var mótuð af svörtum ungmennum snemma á áttunda áratugnum í Bronx-hverfi í New York í Bandaríkjunum. A ógnarhraða hefur þessi menning breiðst út um heiminn og náð gífurlegum vinsældum meðal ákveðins hóps fólks og þykir því kjörið rann- sóknarefni menningarfræðinga sem vilja kanna hvernig menning flyst milli staða. James Lull er meðal þeirra sem hafa rannsakað efnið út frá dægurmenningu ungmenna (1995). I þessari grein verður stuðst við kenningu Lull um menningartilfærslu til að lýsa því hvernig hipphopp, og þá sérstaklega rapp, hefur náð fótfestu í íslensku samfélagi. Fyrst er litið á orðræðu hipphoppmenningarinnar sem er nokkuð afmörkuð og setur notendum nokkrar skorður. Svo er farið yfir hvernig þróun rapp- tónlistar hefur verið hér á landi á þeim fáu árum sem liðið hafa síðan menningin tók hér ból- festu. I fjórða kafla verða kenningar Lull og fleiri menningarfræðinga kynntar til sögunnar og sýnt hvernig þær eiga við um íslenska hipp- hoppmenningu. Sérkenni hipphoppsins eru mörg og yrldsefni rappsins og hugtakanotkun er hluti af því sem íslenskir rapparar verða að 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.