Mímir - 01.06.2007, Side 114

Mímir - 01.06.2007, Side 114
Carroll um þróun og eðli hryllingssagna og greinir grunnfléttu þeirra í fjóra aðalhluta sem með nokkurri einföldun má lýsa svo:3 1. Kynning (e. onset)\ Tilvist skrímslisins er staðfest fyrir lesendum. 2. Uppgötvun (e. discovery): Aðalpersónur komast að því að skrímslið er til. 3. Staðfesting (e. confirmation): Tilvist skríml- isins er staðfest, oftast af einhverjum sem ekki trúði á það. 4. Uppgjör (e. confrontation)-. Baráttan við skrímslið sem alla jafna er yfirbugað í lokin. Söguþráður Barnanna íHúmdölum er hraður og spennandi og fellur vel að skilgreiningu Carr- olls. I ágústbyrjun fara börnin í blokkinni að fá martraðir. Þeim líður illa og eru sum hver viss um að eitthvað leynist undir rúmum og inni í skápum. Foreldrarnir taka ekki mark á um- kvörtunum barna sinna, staðhæfa að engin náttskrímsli séu til og neita að hafa ljósin kveikt þegar litlar sálir fara að sofa, að ekki sé minnst á að þeir eru flestir ótrúlega áhugalausir um börn sín eða óhæfir til að hugsa um þau. Þetta er kynningin en fljótt kemur í ljós að eitthvað er alls ekki eins og það á að vera og kemur þá að uppgötvuninni. Það heyrast í raun og veru und- arleg hljóð í veggjum og víðar í húsinu, fólk hegðar sér undarlega eða hverfur algerlega og þetta sem börnin sjá og heyra í er skrímsli — hvort sem þeim líkar betur eða verr. Illskan hefur búið um sig í húsinu og allt virðist þetta tengjast Isak, græneygða stráknum sem býr í blokkinni ásamt blindri ömmu sinni, en hann býr yfir ótrúlegum krafti sem gerir honum m.a. kleift að hreyfa hluti með hugaraflinu og grafa sér leið inn í hugarfylgsni fólks, lesa hugsanir þess og stjórna því. Uppgötvunin nær hámarki þegar Brynja og Nonni vaka fram eftir eina nóttina og sjá, heyra í og finna fyrir skrímslinu. Þar með er tilvist skrímslisins staðfest. Börnin 3 Noél Carroll 1990:99-103. eru sannfærð um að skrímslið sé raunverulegt og að það ætli sér að murka lífið úr öllum í Húmdölum. Þeirra eigin efi er horfinn en sömu sögu er því miður ekki að segja um foreldra þeirra. Þrátt fyrir lamandi ótta snúa börnin bökum saman og sýna fádæma hugrekki þegar þau berjast gegn hinu illa, oft af svo mikilli hörku að þau eru sjálf engu betri en skrímslið. Uppgjörið nær síðan hámarki í blóðugum bar- daga þar sem skrímslið er drepið. Undir lokin er Isak horfmn á brott, Húmdalir rústir einar, sumir dánir og aðrir slasaðir en börnin samein- ast foreldrunum á nýjan leik, hafa lært sína lex- íu og allt virðist falla í ljúfa löð. Fantasía eða hrollvekja? I Börnunum í Húmdölum sameinast margar andstæður og erfitt virðist að finna henni stað innan hefðarinnar og ákveðins aldurshóps en það er raunar algengt vandamál þegar sögur sem vega salt á milli hins raunverulega og óraunverulega eru annars vegar. Það sem gerist í sögunni er handan þess sem er skiljanlegt og mögulegt að útskýra í þessum heimi. Rosemary Jackson segir fantasíur vera gríðarstórt og heill- andi viðfangsefni og telur að tengsl þeirra við ímyndunaraflið og þrár hafi gert það að verkum að erfitt sé að útsl<ýra þær og afmarka.4 Fantasí- ur flæða yfir öll landamæri og raunar virðist gildi þeirra byggjast á þessari mótspyrnu við skilgreiningar. Ein þeirra bókmenntagreina sem fantasían hefur haft áhrif á er hryllingssag- an og í áðurnefndri bók fjallar Noél Carroll um þessi tengsl og telur hið fantastíska svipta hul- unni af mikilvægum einkennum hryllingssagna. Tzvetan Todorov segir að þegar eitthvað eigi sér stað í þeim heimi sem við þekkjum, og verður ekki útskýrt með lögmálum þessa sama heims, höfum við um tvennt að velja. Fyrri skýringin er sú að skilningarvitin hafi blekkt 4 Rosemary Jackson 1981:1. 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.