Mímir - 01.06.2007, Page 125

Mímir - 01.06.2007, Page 125
að breyta námstilhögun og uppbyggingu. Und- anfarin ár hefur Mímir barist fyrir að ein kennslustofa í Arnagarði sé opin í prófatíð, eða síðan BA-nemar misstu lesstofu sína. Ekki verður komist hjá því að nefna eina breytinga- tillögu sem náði ekki í gegn og sýnir glöggt hversu heitbundnir Mímisliðar eru félaginu. Árið 1981 var lagt til að nafnabreyting yrði á félaginu og annað nafn tekið upp í stað Mímis. Þetta var þó ekki samþykkt og stóðu Mímislið- ar vörð um hið aldna höfuð þurssins. Á stórafmælum er siður að líta yfir farinn veg og við sjáum mætavel hversu margt Mímir hefur reynt og þar með skráð sig á spjöld sög- unnar, a.m.k. í hugum okkar sem fylgjumst með honum. Þrátt fyrir að hann sé hokinn af reynslu er alls ekki hægt að segja að hann sé neitt gamalmenni. Ekkert gamalmenni gæti leikið eftir það sem fótboltalið Mímis gerði nú í haust þegar það varð Háskólameistari í fót- bolta! Nokkrir heiðursmenn eru jafnaldrar Mímis og fagna því einnig sextugsafmæli í ár. Má þar nefna tvo af leiðtogum hins frjálsa heims, Bill Clinton og George W. Bush. Einnig eiga Jón Sigurðsson, núverandi formaður Framsóknar- flokksins, og Sigríður Anna Þórðardóttir, ís- lenskufræðingur og fyrrverandi umhverfisráð- herra, afmæli, svo og Karl Gústaf Svíakonungur. Fremstir meðal þessara jafningja eru þó góð- kunningjar Mímis og prófessorar vorir: Ásdís Egilsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason en þau verða öll sextug í ár. Eins og Mímir hafa þau staðið sig vel í félagslífinu og verða lengi í minnum hafðar sögur um handa- hlaup Kristjáns í sælgætisverslun árið 1987, kraftmikinn söng á ferðalögum og Islandsmet hans í leiðsögn (hann hóf leiðsögnina þegar rútan var rétt komin út á Hringbraut og ferð- inni var heitið á Skóga). Ofá eru einnig dans- sporin sem Ásdís hefur stigið á skemmtunum Mímis. Elstu menn muna eftir ofáti Höskuld- ar á hrútspungum fyrir margt löngu og hann hefur slegið tvær flugur í einu höggi og t.d. verið heiðursgestur og fararstjóri í sama ferða- laginu. Að lokum vil ég eftir alltof langt mál óska Mími innilega til hamingju með afmælið og bið viðstadda að hafa í huga að öldrun verður hæg- ari hjá þeim sem eru virkir en hinum sem iðka enga hreyfingu. Fyrir hönd ritnefndar, Eyrún Valsdóttir 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.