Mímir - 01.06.2007, Side 126

Mímir - 01.06.2007, Side 126
Starfsár Mímis 2006—2007 Mímir hefur haft í nógu að snúast þetta starfsár og varla hefur liðið vika án þess að neitt hafi verið á döfinni. Félagið á sér margar hefðir og hefur núverandi stjórn fylgt þessum hefðum til hins ýtrasta auk þess að brydda upp á nýjungum. Haustönn Þegar í upphafi starfsársins sýndi Mímir að hann er vel sterkur og íþróttamaður mikill, spakur að viti og hermaður hinn mesti, þegar íslenskunemar afrekuðu að verða Háskóla- meistarar í fótbolta, geri aðrir betur. Ljóst er að afrek þessi verða lengi í minnum höfð og frægð Mímis mun fara víða um lönd, munnlega, skrif- lega og jafnvel með hugsanaflutningi. I upphafi haustannar var sem endranær blásið til ferskmennagöngu þar sem nýnemar voru boðnir velkomnir og þeir kynntir fyrir há- skólasvæðinu og starfsemi félagsins. Eldri nem- ar slógust svo í hópinn og flestir fengu sér í aðra tána — sumir jafnvel ögn meira en það. Vísindaferðir eru auðgandi iðkan fyrir hvern háskólanema og eru íslenskunemar engin und- antekning þar á. Á haustönn heimsóttum við Landsbankann, Landsvirkjun og Olgerð Egils Skallagrímssonar og vísindaleg niðurstaða heimsóknanna er að þær hafi verið hin besta skemmtun. Þessar ferðir hafa í vetur endað á Celtic Cross þar sem hersveitir íslenskra fræða hafa skeggrætt um framburðinn á nafni öldur- hússins milli þess sem mjöðurinn var teygaður. Haustferð var, eins og nafnið gefur til kynna, farin að hausti og var án efa ein magn- aðasta skemmtun haustannar. Langferðabifreið ferjaði íslenskunema á Stokkseyri þar sem skoðuð voru ljón, gíraffar, antilópur og fleiri furðuverur en því næst var haldið bjórboltamót í knattspyrnu. Þar var stelpum stillt upp gegn strákum og munnlegar heimildir eru fyrir því að þær fyrrnefndu hafi farið með sigur af hólmi. Strákaliðið hefur þó bent á að munnlegar heim- ildir eru jafnan ekki jafntraustar og skriflegar auk þess sem leikurinn hafi verið jafnjafn og hefðbundinn jafnteflisleikur framan af „þótt stelpurnar hafi ef til vill náð ögn betri uppskeru í blálokin,“ eins og einhver sagði. Eftir öll þessi átök var haldið á Fjöruborðið þar sem dýrindis humarsúpa var snædd og prýðisgott hvítvín sötrað með. Langferðabifreiðin góða skilaði hópnum aftur til Reykjavíkur og gleðin hélt áfram fram undir morgun í stórgóðu teiti hjá Önnu Leu. Októberfest sló í gegn hjá íslenskunemum og mátti sjá marga af sjaldséðari meðlimum Mímis sveifla ölkrúsum á þeirri skemmtun. Eins og aðrir háskólanemar hreiðruðum við um okkur á langborði í októberfestartjaldinu góða og skáluðum að þýskum sið. 124
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.