Mímir - 01.06.2007, Side 127

Mímir - 01.06.2007, Side 127
Hugvísindaþing skall á í nóvember með áhugaverðum fyrirlestrum um allt milli himins og jarðar og íslenskunemar létu sig ekki vanta á fræðahlaðborðið. Rannsóknaræfmg að hausti batt endahnútinn á þingið og þangað mætti Mímir að sjálfsögðu til að blanda geði við ýmsa sprenglærða fræðimenn sér til gagns og gam- ans. Mímir hefur sinnt menningarlegum hugðar- efnum sínum af kappi á skólaárinu enda hefiir hann, auk þess að sökkva sér í Hugvísinda- þing, heimsótt bæði Þjóðminjasafnið og Þjóð- menningarhúsið. I Þjóðmenningarhúsinu böð- uðum við okkur í dulúðugri nærveru handritanna og fræddumst um handrit og handritagerð en spreyttum okkur svo sjálf á því að skrásetja eigin speki á skinn. Kraptakvöldið tók næst við. Þar átum við osta og vín og sungum í kór í kofa niður við sjó í bandbrjálaðri íslenskri norðanátt. Sigga Sigur- jóns mætti og tók við heiðursviðurkenningu Mímis, Ondinni, og hélt bráðskemmtilega ræðu um ættir anda. Þar voru raktar kenningar sem jafnvel gætu tengt Öndina sjálfa við Andrés önd og hans fjölskyldu. Anton flutti ávarp ný- nemafulltrúa og er það talið vera lengsta íslenska ræða sem flutt hefur verið án sagnorða. Arn- grímur skáld Vídalín stýrði svo ferskeyttum gjörningi þar sem íslenskunemar botnuðu vís- ur af mikilli elju meðan óveðrið hélt áfram að dynja á þakinu fyrir ofan okkur. Fáir hátíðisdagar eru í meira uppáhaldi hjá Mími en dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, og af því tilefni var spurningakeppni á Stúdenta- kjallaranum með íslensku ívafi. Spurninga- keppnin var þó aðeins ofurlítill forsmekkur að því sem í kjölfarið fylgdi en daginn eftir gerðist nokk- uð sem fróðir menn hafa nefnt „menningar- viðburð ársins“. Þá hélt Mímir upp á 60 ára afmælið sitt með tilheyrandi ræðuhaldi, söng og skemmtun. Eiríkur Rögnvaldsson stýrði veislunni af harðfylgi og rak hver hápunkturinn annan. Mímisliðar á öllum aldri rifjuðu upp sögur úr starfi hins merka og fræga félags og flatkakna, samlokna, brennivíns og annars góð- gætis var neytt. Dansinn dunaði svo fram á nótt og vafðist engum hugur um að afmælisnefnd Mímis hefði skipulagt frábæra veislu en nefnd- ina skipuðu Álfdís, Sigrún og Svanhvít. Meðal gesta í veislunni má nefna Snorra Sturluson, Jónas Hallgrímsson, Ferdinand de Saussure og Guðrúnu Ósvífursdóttur. Haustönn lauk með próflokateiti hjá Antoni þar sem ölið flæddi um allt og stiginn var dans sem teygði sig jafnvel upp á borð og stóla þegar gamanið stóð sem hæst. Vorönn Eftir áramót var haldið áfram á braut öflugra skemmtana og ber þar fyrst að nefna vísinda- ferðir sem um þetta leyti urðu tengdari náminu okkar. Fyrsta vísindaferðin var farin í Reykja- víkurAkademíuna þar sem Viðar Hreinsson framkvæmdastjóri Akademíunnar fræddi okk- ur um störf fræðimanna þar, í íslenskum fræð- um og öðrum. Eftir þessa skemmtilegu heimsókn fengum við okkur óíslenskan mat sem ekki getur talist í líkingu við hefðir mammna okkar og ammna á pitsnastað í nánd íslenskra ijarna þar sem sjórinn tekur við af Reykjavík. Þetta er nefnt hér því að þarna kviknaði hugmyndin að Mímisþingi og verður nánar sagt frá því von bráðar. 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.