Úrval - 01.12.1979, Page 10

Úrval - 01.12.1979, Page 10
8 arfbornu list, þær láta sem þær bragði hana af varfærni, lyfta brúnum, hrukka nefin, spyrja hvað sé í henni, jésúa sig yflr útganginum á eldhúsinu en áður en þær vita af eru þær búnar með sinn skerf af göfugri máltíðinni. Hvað geta þær annað? Þetta er kássa sem krydduð er miklum lauk, rauðu víni og hunangi — og ánægju minni. Undur vatnsins Gosbrunnar heilla mig — á daginn, þegar sólarljósið breytir dropadeifinni í demanta; í myrkrinu þegar marglit ljós leika í úðanum og nóttin rignir smarögðum, rúbínum, safírum. Best er þó þegar síðasta litnum hefur verið skolað burtu og súlurnar standa í geislandi, hvítri dýrð! En hvað eru þær, þessar töfrasúlur vatnsins? Borgirnar okkar eru krökkar af ails konar dóti sem engin manneskja með fullu viti hefur beðið um, en hvar eru gosbrunnarnir? Við skulum reka fulla atvinnustefnu, framleiðsluaukningar- stefnu, jafnvægi í Þessu og skipulag í Hinu, en látum okkur líka hafa gos- brunna — meiri og meiri gosbrunna, hærri gosbrunna, gosbrunna eins og glitrandi vín, eins og bláan og græn- an eld, gosbrunna eins og gimsteina á hverju torgi. Vitfirring? Líklega. En hvers vegna ekki að verða vitfírrtur með unaði? Hvers vegna hættum við ekki að spúa sjálf og látum þokka- ÚRVAL fulla, heillandi og fagra gosbrunna um það? Gjald framsóknar Margt af því sem unaðsfullt var í þessu landi er að eilífu horfið undir framsókn og þrýstingi fleira og fleira fólks. Svo það sem einu sinni var aðlaðandi staður fyrir skógarferð og dags afslöppun í kjörnu veðri er nú bílastæði, strætóstöð, kaffitería eða minjagripabúð. Svo margir þeir stígar sem ég reikaði um ungiingur em nú bflvegir sem flytja fleira og fleira fólk með ryki, hávaða og kolvetni. Og okkur er sagt að það sé ekki nóg af þessum vegum og að þeir ættu að vera miklu breiðari. Það verður ekki langt þangað til búið er að malbika allt gamla landið. Þá hafa sveitirnar verið eyðilagðar til þess að fleira og fleira fólk geti komist til þess að njóta sveit- anna. Töfrar sveppanna Sveppatínsla býr yfir öllu sem til þarf að gleðja hjartað og hefja andann, yfir allri hinni fornu gleði veiða og leitar og fjársjóðaleitar og það sem best er af öllu: Töfrum! Sveppurinn sjálfur er töfrar. Hann hafnar öllu hefðbundnu grænmetis- kerfi og kemur upp þar og þegar honum sýnist, er kominn í dag þar sem ekki mótaði fyrir honum í gær, blandar að eilífu vonbrigðum saman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.