Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 13
11
cÚr~ Jjeimi lælqiavísiijdanrja
HAFLIÐIEKKI SVO DÝR!!
Læknavísindin eru þess líklega ekki
umkomin ennþá að geta gert mann
,,upp frá grunni” úr „varahlutum”.
En í American Medical News er
nýlega greint frá nokkrum varahlut-
um fyrir mannslíkamann, sem
annaðhvort eru nú fyrirliggjandi eða
svo gott sem fyrirliggjandi. Blaðið til-
greinir líka verðið í dollurum, fyrir
utan sjúkrahússkostnað og kostnað
við að koma hlutunum fyrir — sem
við getum í einu lagi kallað
verkstæðiskostnað til að halda okkur
við varahluta- og viðgerðahugmynd-
ina. Við birtum hér varahlutalistann
með verðinu umreiknuðu af dollur-
um í íslenskar krónur á genginu 390
krónur fyrir dollarann:
Handleggur-hönd kr
Mjöðm
Hnjáliður
Leggur
Ökkli (ökklaliður)
Hjarta
Axlarliður
Olnbogaliður
Barki
Auga
195.000 til 1.560.000
195.000— 585.000
234.000— 468.000
241.500— 429.000
117.000— 195.000
3.900.000 — 5.460.000
1,17.000 — 312.000
156.000— 468.000
27.300— 273.000
11.700.000 —
Ekki fylgir með í fréttinni í hverju
þessi verðmunur, sem yflrleitt er tals-
verður, er fólginn. Kannski er þetta
mismunandi vandað, eða kannski er
þetta mismunandi verð eftir tegund-
um — og þá auðvitað tegundum
varahluta, því þetta er ekki eins og
með bílana, að tegundirnar sem vara-
hlutirnir eiga að fara í skipti
hundruðum. En ef við leggjum nú
saman það sem hægt er að lappa upp
á einn mann með og byrjum með því
að taka lægsta fáanlegt verð í hví-
vetna, er varahlutakostnaður upp á
16.882.800 krónur. Sé alls staðar
valið það dýrasta, verður útkoman
21.450.000 krónur. Það verður því
varla með sanngirni sagt, að enn
sannist hið fornkveðna að ,,dýr
myndi Hafliði allur” — þegar það
sem til verðs verður metið af honum
gerir ekki betur en að lafa í verði
heldur ómerkilegrar blokkaríbúðar!
ÁFENGISSÝKING ALHEIMS-
VANDAMÁL
Áfengissýki — alkóhólismi — er
nú eitt mesta heilsuvandamál
heimsins, segir í skýrslu frá Heilsu-
gæslustofnun Sameinuðu þjóðanna. I
Englandi og Wales hefur spítalalega
vegna áfengissýki tuttugfaldast á
síðustu 25 árum. I Honduras er talið
að drykkuvandamál séu áberandi hjá
65% allra þeirra, sem í þéttbýli búa. í
Bandaríkjunum, þar sem allt er metið
til fjár, hefúr verið reiknað út að
kostnaðurinn af drykkjuskap — og þá
er átt við kostnað við lækna og lyf,
sálfræðiþjónustu og almenna félags-
lega þjónustu við drykkjusjúka — sé
43 milljarðar dollara (margfaldist