Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 19
ÞEGAR DRA UMARNIR FARA EKKI SAMAN
17
annað hvort eða bæði hafa heyrt um.
Þetta er hvergi til nema í kolli hvors
um sig — en til hægðarauka skulum
við kalla þetta sáttmálann. Lucille
finnsí að Bill hafí samþykkt að haga
sér á sérstakan hátt ef hún hagi sér á
sérstakan hátt. Þegar það bregst,
gremst henni. Bili ætlast til þess að
Lucille standi við þann sáttmála sem
hann hefur ímyndað sér og það fýkur
í hann, þegar hún „rýfur” sáttmáh
ann.
Er þetta fólk ekki með öllum
mjalla, eða búa þau í óvenjulegum,
ímynduðum heimi? Alls ekki. Þau
eru fullkomlega eðlileg. Þau hjón eru
varla til í vestrænum heimi, sem ekki
eiga sér svona einstaklingsbundna
„sáttmála”.
Sáttmálarnir grípa inn í flest svið
samlífs hjóna — samskipti þeirra við
vini, atorku þeirra út á við, valdatafl
innan heimilisins, kynlíf, fríríma.
fjármál, samkennd, börn — og svo
framvegis og svo framvegis. Til skil-
málanna heyrir ýmist það sem talað
hefur verið um eða aldrei minnst á
upphátt, ýmislegt það sem fólkið
gerir sé«»;rein fyrir og ýmislegt sem
því er ekki Ijóst. Hvernig hjónum
tekst sambúðin er lang mest undir því
komið hvernig þeim tekst að lifa
samkvæmt „sáttmála” hvors annars
— hvort sem þeir vita um hann eða
ekki.
Hvað snertir þau Bill og Lucille
vitum við nú þegar nokkuð af skil-
málum þeirra: að Bill vildi eignast
börn meðan hann væri enn ungur,
var sáróánægt með hitt fyrir að standa
ekki við samkomulag sem aldrei var
gert.
Þetta er ekki venjulegur hjóna-
bandssamningur eða kaupmáli eða
neins konar skjal eða gerningur, sem