Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 20
18
ÚRVAL
fleiri en eitt og umfram allt son.
Hann veit þetta líka. En hann veit
ekki hvers vegna fauk í hann yfir
kjólnum sem Lucille keypti sér —
honum þótti hann fallegur og ekki
dýr. En þetta er ekkert dularfulit.
Lucille hafði ekki „staðið við”
ákvæðií „sáttmálanum” hans Bills.
Það var á þessa leið: Bill hvatti
Lucille til að eignast barn, sem þýddi
að hún varð að láta af starfi sínu. Svo
vildi hann eignast annað, sem þýddi
að þau urðu að stækka við sig húsnæði.
Þess vegna keyptu þau hús þótt með
því væri stofnað til stórskuldar, þau
em auk heldur að borga af bílunum
tveimur sem þau verða að eiga af því
þau búa í úthverfi, og fíni klúbb-
urinn er þeim dýr. Bill hefur tekjur
sem rétt duga til að halda öllu þessu
gangandi, en honum finnst að Lucille
ætti líka að afla fjár og bera þannig
með honum byrðina sem raunveru-
legur félagi í stað þess að hjálpa
honum aðeins að eyða því sem hann
aflar.
Ösanngjarnt? Það má segja, já —
en þar sem Bill gerir sér þetta alls ekki
Ijóst, er kannski engin sanngirni að
krefjast þess að það sé sanngjarnt.
Lítum nú á „sáttmála” Lucille.
Hún vænti þess upprunalega að halda
starfi sínu utan heimilis, sem hún
hafði ánægju af, og fresta því um
allnokkur ár að fjölga mannkyninu —
að minnsta kosti þangað til þau hefðu
nurlað nóg til að fleyta þeim meðan
Bill klifraði upp tekjustigann. En
hún fórnaði sínum eigin frama-
vonum til þess að Bill fengi það sem
hann sóttist eftir. Hún hætti að
vinna, ól honum tvö börn með stuttu
millibili og flutti úr miðborginni út í
úthverfi. Nú væntir hún þess, að þar
sem hún varð úthverfahúsfreyja til að
þóknast Bill standi hann við sinn hlut
„sáttmálans” og verði fyrirmyndar
„úthverfaeiginmaður” — með
öðrum orðum afli nægra tekna til að
þau geti tekið áhyggjulausan þátt í
hóglífí úthverfísins og klúbbsins, og
sjái henni fyrir þeim yl og samkennd
sem hún þarf. Þegar þetta síðasta
bregst jafnar hún metin (óafvitandi)
með því að ganga vel fram í að eyða
tekjunum.
Gagnkvæm vonbrigði Bills og
Lucille hvort með annað em dæmi-
gerð. Þar sem hver einka,,sáttmáli”
segir ekki aðeins hvað hver um sig
ætlar að láta í té, heldur hvað hann
vœntir að fá í staðinn, verður sérhver