Úrval - 01.12.1979, Síða 20

Úrval - 01.12.1979, Síða 20
18 ÚRVAL fleiri en eitt og umfram allt son. Hann veit þetta líka. En hann veit ekki hvers vegna fauk í hann yfir kjólnum sem Lucille keypti sér — honum þótti hann fallegur og ekki dýr. En þetta er ekkert dularfulit. Lucille hafði ekki „staðið við” ákvæðií „sáttmálanum” hans Bills. Það var á þessa leið: Bill hvatti Lucille til að eignast barn, sem þýddi að hún varð að láta af starfi sínu. Svo vildi hann eignast annað, sem þýddi að þau urðu að stækka við sig húsnæði. Þess vegna keyptu þau hús þótt með því væri stofnað til stórskuldar, þau em auk heldur að borga af bílunum tveimur sem þau verða að eiga af því þau búa í úthverfi, og fíni klúbb- urinn er þeim dýr. Bill hefur tekjur sem rétt duga til að halda öllu þessu gangandi, en honum finnst að Lucille ætti líka að afla fjár og bera þannig með honum byrðina sem raunveru- legur félagi í stað þess að hjálpa honum aðeins að eyða því sem hann aflar. Ösanngjarnt? Það má segja, já — en þar sem Bill gerir sér þetta alls ekki Ijóst, er kannski engin sanngirni að krefjast þess að það sé sanngjarnt. Lítum nú á „sáttmála” Lucille. Hún vænti þess upprunalega að halda starfi sínu utan heimilis, sem hún hafði ánægju af, og fresta því um allnokkur ár að fjölga mannkyninu — að minnsta kosti þangað til þau hefðu nurlað nóg til að fleyta þeim meðan Bill klifraði upp tekjustigann. En hún fórnaði sínum eigin frama- vonum til þess að Bill fengi það sem hann sóttist eftir. Hún hætti að vinna, ól honum tvö börn með stuttu millibili og flutti úr miðborginni út í úthverfi. Nú væntir hún þess, að þar sem hún varð úthverfahúsfreyja til að þóknast Bill standi hann við sinn hlut „sáttmálans” og verði fyrirmyndar „úthverfaeiginmaður” — með öðrum orðum afli nægra tekna til að þau geti tekið áhyggjulausan þátt í hóglífí úthverfísins og klúbbsins, og sjái henni fyrir þeim yl og samkennd sem hún þarf. Þegar þetta síðasta bregst jafnar hún metin (óafvitandi) með því að ganga vel fram í að eyða tekjunum. Gagnkvæm vonbrigði Bills og Lucille hvort með annað em dæmi- gerð. Þar sem hver einka,,sáttmáli” segir ekki aðeins hvað hver um sig ætlar að láta í té, heldur hvað hann vœntir að fá í staðinn, verður sérhver
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.