Úrval - 01.12.1979, Side 21
ÞEGAR DRA UMARNIR FARA EKKI SAMAN
19
einhvern tíma fyrir vonbrigðum
þegar það bregst sem vonast er eftir
— þðtt það hafí kannski aldrei verið
nefnt eða gefið í skyn.
Hver og einn getur séð á sjálfum
sér hvernig svona sáttmáli verkar.
Vafalítið gera flestir sér grein fyrir
einhverjum af sínum eigin
væntingum og kannski líka makans,
en hefur þér nokkurn tíma dottið í
hug að þegar þú ert að reyna að
fullnægja þörfum maka þíns er það
vegna þess að þú væntir þess að hann
annist um þtnar þarfir í staðinn?
Vittu hvort þú getur ekki fundið I
þínum eigin kolli einhvern leynilegan
„sáttmála” sem þú ætlast til að maki
þinn standi við — þótt hann viti
ekkert um það. Snúðu þessu svo við.
Maki þinn á sér líka einka”sáttmála”
sem þú veist trúlega lítið sem ekkert
um. En hann gerir kröfú til að þú
standir við hann, og í hvert sinn sem
það bregst, er hætta á að það verði
notað gegn þér.
Hér á eftir fer listi til þess að
auðvelda fðlki að átta sig á hvað falist
geturí einka”sáttmála” þess. Listinn
er engan veginn tæmandi, en í
honum koma fyrir atriði sem eru
veigamikill þáttur í ,,sáttmála”
flestra. Veldu úr honum þau atriði
sem mikilvæg eru í þínum augum og
veltu þeim grandgæfilega fyrir þér, af
eins mikilli einlægni og þú framast
getur. Bættu því við, sem upp í
hugann kemur við þannig íhugun.
Það þarf ekki að skrifa neitt niður,
bera saman við allsherjarlausn eða
þess háttar. Þetta er einfaldlega æfing
í sjálfsíhugun og til þess að reyna að
opna augu fólks fyrir því, hve
ríkulega hver og einn er sinnar eigin
gæfu smiður.
1. hluti:
Andlegar væntingar í samlífinu
Við hvert atriði skal þetta íhugað
vandlega: Ég vil eða ég vil ekki; mér
finnst þetta skipta miklu eða skipta
litlu.
1. Maki minn sé tryggur, elskandi,
aðeins fyrir mig.
2. Veiti mér stöðugan stuðning
gagnvart umheiminum.
3. Trygging gegn einmanaleika.
4. Komi fram sem helmingur af
tvennd.
5. Veiti lausn á óreiðu lífsins.
6. Sambandið verður að endast
, ,þar til dauðinn oss skilur’ ’.