Úrval - 01.12.1979, Síða 22

Úrval - 01.12.1979, Síða 22
20 ÚRVAL 7. Löghelgað og auðfengið kynlíf. 8. Fjölskyldustofnun. 9. Viðurkenning á því að á nýju heimili okkar séu eða geti verið (komið) fleiri en maki minn sem eiga heimtingu á forgangstilliti svo sem börn mtn, foreidrar og gamalgrónir vinir. 10. Að taka við „fjölskyldupakka” (tengdafólki, stjúpbörnum), ekki bara maka. 11. Mitt eigið heimili, athvarf og skjól. 12. Virðuleg staða og stétt. 13. Að skapa, með félaga mínum, fjárhagslega og/eða félagslega einingu. 14. Að eiga allt umlykjandi ímynd sem örvar okkur bæði til að vinna, byggja, skapa. 15. Viðurkennda rás fyrir athafna- þörf mína — allt sem ég geri er líka fyrir fólkið mitt. II. hluti: Væntingar sem sþrottnar eru af innri þörfum mínum Sálrænar og líkamlegar hvatir eru órjúfandi hluti af innsta kjarna hvers og eins, og sennilega er ennþá erfiðara að gera sér sjálfsgagnrýna hugmynd um þessi atriði heldur en þau sem minnst er á í fyrsta hluta. En jafnvel þótt þú gerir þér ekki grein fyrir tilfinningum þínum varðandi sumt af þessu, muntu komast að því að svörin taka að myndast ef þú veltir spurningunum einlæglega fyrir þér: 1. Sjálfstæði/ósjálfstæði: Hve fær er ég að sjá um sjálfa/n mig og njóta mín sem einstaklingur? Þarf ég á maka mínum að halda til að fullkomna mitt eigið sjálf, eða hrinda því af stað sem ég er ekki einfær um að stofna til? Finnst mér að ég geti ekki komist af án maka míns (eða maka almennt?) Er gildismat mitt á sjálfri/sjálfum mér komið undir því hvernig maki minn umgengst mig og tilfinningum hans til mín? Bíð ég eftir því að maki minn fitji upp á áætlunum/nýjungum? Reiði ég mig á að maki minn móti smekk okkar, lífsmáta, atferli? 2. Virkni/óvirkni: Hve mikið þrái ég og hversu fær er ég um að gera það sem ég tel mig langa að gera? Get ég verið virk/ur í raunveru- leikanum jafnt sem í hugarheimi mínum? Ef ég er óvirk/ur, ber ég þá gremju í garð virks maka? Beiti ég neitunar- valdi án þess að stinga upp á mála- miðlun, svo dæmi sé nefnt? 3. Nánd/firrð: Á ég stöðugt örðugara með að afhjúpa tilfinningar mínar, hugsanir og gerðir fyrir félaga mínum, eða finn ég til einlægari nálægðar við hann? Voga ég að afhjúpa veikleika (ágalla) í skapgerð eða vitsmunum svo sem barnalega hegðun, þekkingar (menntunar) skort?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.