Úrval - 01.12.1979, Page 27
ÞEGAR DRAUMARNIR FARA EKKI SAMAN
25
til að hvíla sig á daglegri umgengni?
Eða á hinn bóginn: Vísbendingar um
að annað eða bæði haldi dauðahaldi í
hitt og geti ekki til þess hugsað að
sýna — eða hitt sýni — sjálfstæði?
ÞEGAR ANNARS VEGAR eru
svona margir möguleikar til mismun-
ar, er augljóst að þegar tvær
manneskjur, sem lifa saman, og hafa
hvort sinn „sáttmála” í kollinum án
þess að vita um hann hvort hjá hinu
og kannski varla hjá sjálfu sér —
þegar svona er, hlýtur að skerast í
odda oftar heldur en sjaldnar.
Augljóslega mætti varast margar
gildrur ef tvær manneskjur í sambýli
vissu betur um væntingar hvors
annars — ef maður skilur sjálfur
betur sinn eigin „sáttmála” — með
eigin þarfir, væntingar og það sem
við erum reiðubúin að gefa sæmilega
skírt skilgreint — og að minnsta kosti
einhverja hugmynd um hið sama hjá
maka okkar. Þetta bætir sjálfs-
þekkingu okkar og eykur mögu-
leikana til tjáskipta við makann, á
sama hátt getur það flett ofan af
meginástæðunum fyrir því hamingju-
leysi, sem þú kannt að búa við.
Þótt þú gerir þér betri grein fyrir
þessu þýðir það ekki að þú verðir að
uppfylla allar ómögulegar væntingar
eða verða öðru vísi en þú vilt verða.
En það að skilja gerir mögulegt að
ræða um og skýra það sem stendur
milli þín og makaþíns. Frumskilyrðið
til þess að geta sett niður deilumálin
erað vitahverþau eru. ★
Maður nokkur fór á eitt af þessum námskeiðum sem menn taka til
að auka vinsældir sínar og eiga betra með að umgangast fólk.
„Hvernig gekk þetta?” spurði einn vina hans, þegar námskeiðinu
var lokið. ,,Vel,” svaraði maðurinn. „Daginn eftir að námskeiðinu
lauk, prófaði ég þetta á viðskiptavini mínum. Ég gerði allt eins og
mér hafði verið kennt. Ég byrjaði með því að heilsa honum hlýlega,
með nafni. Svo leit ég beint í augun á honum og spurði hann hvernig
honum og fjölskyldu hans liði, og hlustaði vandlega á það sem hann
sagði. Ég lagði mig í framkróka að vera jákvæður gagnvart öllu, sem
hann sagði. Ég spurði, og ég hlustaði. Hann var alveg í sjöunda
himni. Hann talaði um sjálfan sig I rúman klukkutíma, og þegar við
skildum, leyndi sér ekki að þarna hafði ég eignast lífstíðar vin. ’ ’
,,Ég held þetta sé nú fínt,” svaði vinurinn. „Námskeiðið hefur þá
orðið að gagni. Þú ert strax búinn að eignast nýjan vin. ’ ’
,Já,” svaraði maðurinn seinlega. „En mikið djöfull væri gaman
að eiga hann að óvini. ”
American Salesman