Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
Faðir Duddleswell stöðvaði tækið
og við vorum grafkyrrir, þorðum
varla að anda. Ég kíkti í gegnum
rifuna. Þjófurinn var kominn aftur á
fyrri staðinn og baðst fyrir. Um-
breyting hans hlýtur að hafa verið eins
snögg og Páls postula. Ég gaf föður
Duddleswell merki og hann tiplaði til
mín og kíkti.
,Jesús Kristur,” hvíslaði hann.
„Þetta er Mitchin lávarður sjálfur.
Heyrnarlaus eins og steinn. Það getur
ekki verið að hann sé með heyrnar-
tækin, guð veri lofaður. ’ ’
Eftir að Mitchin lávarður fór,
lagfærði faðir Duddleswell segul-
bandið. Brátt heyrðist nýtt fótatak. I
þetta sinn sá ég óhreinan, slóttug-
legan mann — Bud Norton, örugg-
lega. Hann var í hermannafrakka sem
náði niður á ökkla, og undan honum sá
ég tálausa skó.
Bud gerði sig ekki líklegan til að
biðja. Hann stóð bara og hlustaði. Ég
sá sköllótt höfuðið, hrukkótt andlitið
og rauðsprengd fljótandi augu og ég
vorkenndi honum. Fram að þessu
hafði hann verið skuggi meðal
skugga, þjófur. Nú var hann hérna
vesæll flakkari, ,,eins skýr í kollinum
og stjarna á björtum degi.”
Bud sneri sér að samskotabaukun-
um. Þegar hann tók fram ryðgað
skrúfjárn gaf ég föður Duddleswell
merki. Hljómurinn frá segulbands-
tækinu endurómaði um alla kirkjuna.
Bud stirðnaði.
,,Aftur?” hvíslaði faðir Duddles-
well.
Ég kinkaði kolli og næsta setning
hlýtur að hafa hitt vesalings Bud í
hjartastað. ,,ÞÚ SKALT EKKI
STELA .... STELA.........STELA . .
Ég sá Bud titra og heyrði hann
hvísla hásum rómi: ,,Guð
almáttugur!” Svo skeði nokkuð sem
snart mig: Hann kraup. En á næsta
andartaki var hann horfínn.
Ég kreisti aftur augun og opnaði
þau ekki fyrr en ég fann hönd föður
Duddleswell á herðum mér. „Stattu
upp, drengur,” sagði hann þýðlega.
„Mér líður eins og þér. Það er hættu-
legur leikur að leika guð, jafnvel þótt
það sé til að stöðva þjófnað. ’ ’
í þrjá daga leituðum við að Bud,
fullir af samviskubiti. Svo náðum við
sambandi við Archie Lee. Hann
spurði hvaða dagur væri. Laugar-
dagur, sagði ég. Nei, hann vildi vita
hvaða mánaðardagur. 30. nóvember.
„Klukkan hvað?” Öþolinmóður svaraði
ég 12.45.”
„Þá,” sagði Archie ólundar-
legur,” get ég ekki hjálpað ykkur.
Bud Norton dvelur aðeins mánuð í
senn í sama héraði. Síðasta dag hvers
mánaðar, fyrir hádegi er hann farinn. ’ ’
Þegar við komum aftur til St.
Jude’s stakk faðir Duddleswell upp á
því að við bæðum fyrir Bud. En fyrst
eins og af gömlum vana athuguðum
við samskotabaukana. Hvorugur
okkar heíði, þegar þessi leiðindi
byrjuðu, vitað hvað það gladdi okkur að
sjá að bukamir höfðu verið
brotnir upp einu sinni enn, — svona í
síðasta sinn. ★