Úrval - 01.12.1979, Síða 32

Úrval - 01.12.1979, Síða 32
30 ÚRVAL Faðir Duddleswell stöðvaði tækið og við vorum grafkyrrir, þorðum varla að anda. Ég kíkti í gegnum rifuna. Þjófurinn var kominn aftur á fyrri staðinn og baðst fyrir. Um- breyting hans hlýtur að hafa verið eins snögg og Páls postula. Ég gaf föður Duddleswell merki og hann tiplaði til mín og kíkti. ,Jesús Kristur,” hvíslaði hann. „Þetta er Mitchin lávarður sjálfur. Heyrnarlaus eins og steinn. Það getur ekki verið að hann sé með heyrnar- tækin, guð veri lofaður. ’ ’ Eftir að Mitchin lávarður fór, lagfærði faðir Duddleswell segul- bandið. Brátt heyrðist nýtt fótatak. I þetta sinn sá ég óhreinan, slóttug- legan mann — Bud Norton, örugg- lega. Hann var í hermannafrakka sem náði niður á ökkla, og undan honum sá ég tálausa skó. Bud gerði sig ekki líklegan til að biðja. Hann stóð bara og hlustaði. Ég sá sköllótt höfuðið, hrukkótt andlitið og rauðsprengd fljótandi augu og ég vorkenndi honum. Fram að þessu hafði hann verið skuggi meðal skugga, þjófur. Nú var hann hérna vesæll flakkari, ,,eins skýr í kollinum og stjarna á björtum degi.” Bud sneri sér að samskotabaukun- um. Þegar hann tók fram ryðgað skrúfjárn gaf ég föður Duddleswell merki. Hljómurinn frá segulbands- tækinu endurómaði um alla kirkjuna. Bud stirðnaði. ,,Aftur?” hvíslaði faðir Duddles- well. Ég kinkaði kolli og næsta setning hlýtur að hafa hitt vesalings Bud í hjartastað. ,,ÞÚ SKALT EKKI STELA .... STELA.........STELA . . Ég sá Bud titra og heyrði hann hvísla hásum rómi: ,,Guð almáttugur!” Svo skeði nokkuð sem snart mig: Hann kraup. En á næsta andartaki var hann horfínn. Ég kreisti aftur augun og opnaði þau ekki fyrr en ég fann hönd föður Duddleswell á herðum mér. „Stattu upp, drengur,” sagði hann þýðlega. „Mér líður eins og þér. Það er hættu- legur leikur að leika guð, jafnvel þótt það sé til að stöðva þjófnað. ’ ’ í þrjá daga leituðum við að Bud, fullir af samviskubiti. Svo náðum við sambandi við Archie Lee. Hann spurði hvaða dagur væri. Laugar- dagur, sagði ég. Nei, hann vildi vita hvaða mánaðardagur. 30. nóvember. „Klukkan hvað?” Öþolinmóður svaraði ég 12.45.” „Þá,” sagði Archie ólundar- legur,” get ég ekki hjálpað ykkur. Bud Norton dvelur aðeins mánuð í senn í sama héraði. Síðasta dag hvers mánaðar, fyrir hádegi er hann farinn. ’ ’ Þegar við komum aftur til St. Jude’s stakk faðir Duddleswell upp á því að við bæðum fyrir Bud. En fyrst eins og af gömlum vana athuguðum við samskotabaukana. Hvorugur okkar heíði, þegar þessi leiðindi byrjuðu, vitað hvað það gladdi okkur að sjá að bukamir höfðu verið brotnir upp einu sinni enn, — svona í síðasta sinn. ★
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.