Úrval - 01.12.1979, Side 40
38
ÚRVAL
Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn,
sem dansar á fákspori yfir grund.
I mannsbarminn streymir sem aðfalls-unn
af afli hestsins og göfugu lund.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. —
Og knapinn á hestbaki er kðngur um stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur.
— Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest
og helyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist,
ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist.
★
komið með heim. Eftir nokkra daga
var smáhesturinn ekki nógu merki-
legur lengur og þá var skipt á honum
og Big Boy, hesti í fullri stærð.
Þetta vissi hjúkrunarkonan ekki, né
heldur að þegar Jim var sex ára og
hafði fengið tvær af þremur mænu-
veikisprautum, varð hann allt í einu
fárveikur af höfuðverk og fluttur á
spítala í skyndi. Hann var lamaður
upp að mitti. En hugur hans snerist
allur um Big Boy.
Hann lá í rúminu og starði á fætur
sér, og velti því fyrir sér með
örvæntingarsársauka hvers vegna þeir
vildu ekki hreyfast þótt hann ein-
beitti sér svona að því að hreyfa þá.
En hann vildi ekki láta sig, heldur
hélt áfram að reyna. Eftir eitt og hálft
ár sá hann ekki betur en ein táin
hreyfðist. Aðeins fáeinum dögum
síðar staulaðist hann fram úr rúminu.
Hann telur sjálfur að það hafi verið
vitundin um hestinn, sem kom í veg
fyrir að hann gæfist upp. En hann
hafði lært af sjálfum sér að það er um
tvennt að velja: Að horfa á lífið líða
hjá — eða berjast til að taka þátt í
því.
Læknarnir sögðu að hann mætti