Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 45

Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 45
VILJIAF STÁLI 43 æði. En hvar eigum við að fínna peningana?” Jim hafði ágætar tekjur af sýning- um sínum, fyrst fyrir ,,hjálpið lömuðum,” en nú var hann farin að taka þátt í hrossasýningum og keppnisatriðum á móti atvinnu- tamningamönnum og reiðmönnum. Hestamennska hans hreif meira að segja atvinnumennina. En kaupverð búgarðs? Ekki fyrst um sinn. Nokkrum mánuðum síðar voru þeir feðgar á sýningarferð á vestur- ströndinni. Þeir vom að fíkra sig gegnum hæðirnar í San Luis Obispo í Kaliforníu á hestaflutningabílnum. Jim var sem heillaður af ávölum háls- unum og hæðunum. Þurrir lækjarfar- vegir með trjám á bökkunum voru kjörnar reiðgötur. Þeir námu staðar við hlið á búgarði, sem sýndist í eyði. Það var ekki langt frá Creston. Nafnið á póstkassanum var Iverson. Þeir feðgar tóku að spyrjast fyrir, og höfðu upp á fasteignasala sem hafði tök á þessum búgarði. Tom sá þegar í stað, að þetta var hinn kjörni staður fyrir draum Jims. Verðið var hátt, miðað við greiðslu- getu þeirra, en ekki ósanngjarnt. Þeir fóru í banka, fengu lán, drógu djúpt andann og undirrituðu samninga. Jim skírði búgarðinn Kumbaja, eftir gömlu angló-afrísku ballöðunni ,,komdu við hér”. KUMBAJA var ekki opnaður með viðhöfn, en fólk gat ekki á sér setið að sjá hvernig fótalaus maður með aðeins annan handlegginn og annað augað ætlaði að fara að því að yrkja 150 hektara jörð. Þegar forvitnin var vakin, spurðust tíðindin út. Fyrsti sjúklingurinn var Bud Hildenbrand. Hann kom í hjólastól. Hann hafði orðið fyrir höfuð- meiðslum í Norðurafríku í heims- styrjöldinni síðari og var lamaðar á báðum fótum og öðmm handlegg. Jim hafði komið Bud á hestbak áður en fyrsti dagurinn var að kvöldi kominn. Svo kom Rick Collins, sem var máttlaus í báðum handleggjum. Orsökin var vélbyssuskot, sem hann hafði orðið fyrirí Vietnam, og það var enn í hálsinum á honum aftan verðum — það þótti minni áhætta að hafa það þar heldur en reyna að fjarlægja það. Jim ogTom fundu eftir nokkrar vangaveltur upp aðferð til að koma honum á bak, og þennan fyrsta dag var hann fjóra tíma á hestbaki. Næsta dag var hann snemma á fótum og bað um hest. Jafnhliða því að fyrstu sjúklingarnir komu, fór bústofninn stækkandi. Jim var að temja folöldin undan CanCan, Can-Go og Can-Do. Svo Golden Boy1^ og margir aðrir hestar, sem búgarðseigendurnir í kring komu með að gjöf þegar þeim varð ljóst hvað Jim var að reyna að gera. 1) Viss orðaleikur er fólginn í þessum hesta- nöfnum. ,,Can” þýðir m.a. .,get”. CanCan getur því þýtt ..GetGet”, Can-Go ,,Get farið (ferðast, hreyft mig)” og Can-Do ,,Get-gert.” — Þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.