Úrval - 01.12.1979, Side 54

Úrval - 01.12.1979, Side 54
ÚRVAL 52 INU sinni var ungur maður sem hét Bellerofon, sem eins og allir í þá daga var í '7 \J/ V ; 1 ævintýraleit. Hann kom til hirðar kóngsins í Lykía og varð ást- fangin af dóttur hans. En kóngurinn vildi ekki slíkan biðil handa dóttur sinni og þessvegna sagði hann. ,,Ef þú vilt kvænast dóttur minni, verðurðu að sanna hugrekki þitt. Dreptu skrímskið Khimera og þá gef ég samþykki mitt. ” ,,Skrímslið Khimera!” hrópaði Bellerofon upp yfir sig, vegna þess að þetta var hræðilegt skrímsli, sem allt landið óttaðist. Það varþríhöfða, eitt var Ijónshöfuð, eitt geitarhöfuð og þriðja slönguhöfuð. Það spúði eldi og eimyrju svo allir sem nálguðust það brenndust til dauða. Bellerofon var hughraustur ungur maður. Þessvegna tók hann áskorun- inni. Fyrst fór hann til að leita ráða hjá vitringnum Pólydíosi. ,,Enginn maður getur komið nærri Khimera og haldið lífi,” sagði Pólydíos. ,,Þú verður að ráðast á skrímslið úr lofti svo að þú getir flúið sem skjótast. Finndu Pegasus, hestinn fljúgandi, temdu hann og þá geturðu yfirbugað Khimera skrímslið. Bellerofon lagði strax af stað að leita að hestinum fljúgandi. Hann hafði heyrt að stundum væri Pegasus á Helikonfjalli, því þar var uppspretta af tæru vatni, sem hesturinn hafði látið spretta fram úr kletti með því að stappa niður fætinum. Bellerofon beið og beið í langan tíma á Helikonfjalli. Nótt eina dreymdi hann að gyðjan Aþena birtist honum og gaf honum gullið beisli sem var til að temja vilta hesta. Um morguninn sá hann gullið beish við hlið sér, það var þar vegna þess að Aþenu langaði til að hjálpa honum. Þar sem Bellerofon stóð með beislið í hendinni kom svífandi niður úr skýjunum fagur, silfraður hestur, með þanda vængi og hafnaði á fjallinu. Bellerofon hélt niðri í sér andanum, svo fögur var þessi sýn. Um stund gleymdi hann að hann yrði að ræna þessa fögru veru frelsi sínu. Hann virti hana heillaður fyrir sér. Pegasus skokkaði að lindinni með svo léttum og dansandi skrefum að grasið bældist varla undir hófum hans. Hann hljóp vegna gleðinnar yfir því að hlaupa og hann velti sér á jörðinni af einskærri ánægju. Þegar hann ætlaði að fara að rísa upp, stökk Bellerofon áfram og hoppaði upp á bak vilta hestsins, með gullna beishð í hendinni. Pegasus hentist skelkaður upp í loftið. Aldrei fyrr hafði nokkur riðið honum og hann varð dauðhræddur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.