Úrval - 01.12.1979, Page 67

Úrval - 01.12.1979, Page 67
EGG 65 hefðum ekki egg,” segir matlista- maðurinn Robert Carrier. Egg eru ómissandi til þess að létta þeytur, gera soppur þykkari, binda efni og gefa því fyllingu, og án þeirra verða skreytingar, salöt og ídýfur ekki svipur hjá sjón. Þau em góð með frönskum kartöflum, verða lostæti sem eggjakökur og gera þeytur þannig að þær bráðna á tungunni. Sumir vilja þau hleypt, aðrir hrærð — og svo framvegis. Öldum saman hafa þjóðsögur og hjátrú verið tengd eggjum. Þau hafa verið virt sem heillamerki, notuð til spásagnar og í sambandi við frjósemisdýrkun, þau hafa verið tignuð sem guðir, þeim hefur verið fórnað og menn hafa óttast þau. Kínverjar til forna trúðu því, að fyrsti maðurinn hafi komið úr eggi, sem féll af himnum ofan. Samkvæmt trúarritum hindúa var jörðin sjálf í upphafi gullegg. Enn þann dag í dag er börnum í mörgum löndum kennt að brjóta eggjaskurninn í smátt áður en þau láta hann frá sér, því eins og allir vita gera nornir um allan heim sér báta úr óbrotnum eggjaskurni. Nútímamaðurinn hefur hins vegar uppgötvað — þar sem hann er raun- sæismaður — að eggið er fljóttekin fæða í erilsömum heimi. Það er máltíð sem hægt er að sjóða í umbúð- unum í þrjár mínútur, matreiða þau hrærð á tveim mínútum. Og hvaða fæðutegund önnur býður upp á jafnfjölbreytt efnainnihald miðað við verð? Egg geymast betur en flestur annar nýr matur. Egg, sem geymd eru á sæmilega köldum stað, haldast auðveldlega óskemmd þrjár til fjórar vikur. Við bestu skilyrði lengur. En gætið ykkar að kaupa aldrei sprungin egg í búð. Við vitum aldrei hve lengi þau hafa verið geymd, og í sprungin egg geta hafa komist bakteríur sem valda matareitrun. Brún egg eða hvít? Það skiptir ekki máli. Inni- haldið er það sama. Litarmunur á eggjunum er einfaldlega vegna tegundarmuna mæðra þeirra. í fyrsta flokks eggi er aðeins mjög lítill loftpoki („skálin” í hvítunni þegar búið er að sjóða eggið). Hvítan er þykk og rauðan ,,stendur” í egginu (þetta má sjá með því að bera það móti sterku ljósi). Þegar nýju eggi er hellt úr skurninum, breiðir það lítið úr sér. Gömul egg breiða meira úr sér. Hvítan er ekki eins þykk og rauðan er orðin meira kúlulaga. Eldgömul aðferð til að þekkja góð egg frá slæmum er að láta þau í skál með köldu vatni. Nýtt egg sekkur. Sérfræðingar mæla ekki með því að geyma eggin í þeim þar til gerðu bökkum, sem eru innan á flestum kæliskápshurðum. Það er alltaf verið að opna og loka skápnum þannig að loft leikur mikið um eggið. Það flýtir fyrir því að það tapi kolvetnis- díoxíðinu, sem eykur loftpokann í því, þynnir hvítuna og gerir rauðuna slappari og gerir það að verkum að eggið verður sundurlausara og bragð- minna. Séu þau á hinn bóginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.