Úrval - 01.12.1979, Síða 71
HINSTU ORÐ DEYJANDI MANNS
69
opnaði augun og mælti sín síðustu
orð. ,,Víst—JohnRogers.”
Hinstu orð.
„Mamma!” hrópaði Anatole
France um leið og hann tók and-
vörpin og líkt fór fyrir Nijinski:
„Mammasja!” hvíslaði hann. En
Gustav Mahler andvarpaði lágt:
„Mozart!”
Rétt er nú líklega að taka frægum
dánarorðum með fyrirvara, því hinn
látni er ekki lengur við höndina til að
staðfesta eða afneita að þau hafí verið
svo sem eftirlifandi skýra frá. Og þeir
geta hagrætt sannleikanum í ákafa
sínum til að viðhalda ákveðinni
ímynd, sem gæti spillst, ef hin raun-
verulegu hinstu orð spyrðust út.
Sannanlegust eru dánarorð þeirra
sem hafa verið teknir af lifí.
Ötrúlegur fjöldi vottfestra orða af
þessu tagi hefur leitt til þess, að sér-
stök tegund fyndni hefur hlotið
heitið „gálgahúmor”.
Sir Thomas More bað böðulinn að
doka aðeins meðan hann hagræddi
skegginu á sér til hliðar, og sagði:
„Það hefur ekki móðgað
konunginn.” William Palmer, sem
drap vin sinn á eitri, steig upp á
hlerann á hengingarpallinum og spurði:
„Ertu viss um að hann haldi mér?”
Rússneski byltingarmaðurinn
Mikael Bestutséf-Rjúmin var þó enn
bölsýnni þegar kaðallinn slimaði er
fyrst var gerð tilraun til að hengja
hann: „Ekkert heppnast hjá mér.
Meira að segja þetta mislukkast.
„Ég bið yður að fyrirgefa,
monsieur,” sagði Marie Antoinette
við böðulinn þegar hún steig ofan á
tærnar á honum. Þessi orð hennar
urðu til að gefa orðinu kureisi nýja
merkingu. Morðinginn Neil Cream
var aðeins of fljótur að láta lífíð, því
um leið og hleranum var kippt undan
fótunum á honum, hrópaði hann
„ég er Jack . . . . ” og skildi þar með
eftir opna þá spurningu um allan
aldur, hvort hann ætlaði að segja í
viðbót,,.... the Ripper!
Hinstu orð.
Heimspekingar virðast hafa átt
sérstakJega bágt. Hegel kvartaði fram
á hinstu stund: „Aðeins einn maður
hefur nokkurn tíma skilið mig — og
hann skildi mig ekki.” Pierre
Gassendi var mjög miður sín: „Ég
fæddist án þess að vita hvers vegna,
ég lifði án þess að vita hvers vegna, og
nú dey ég án þess að vita hvers vegna
eða hvernig.”
Þúsundir hafa á dánarbeðinum
tekið sér í munn lokaorð Krists, eins
og Lúkas skýrir frá þeim: „Faðir, í
þínar hendur fel ég anda minn. ’ ’
En listamaðurinn Perugino var