Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 77
75
FRÁ ElRJKlJÁRNHRYGG
unda dægri birti upp, og hafði
Eiríkur sig þá á kreik, lagði byrði sína
á bakið og náði til bæjar í Skriðdal á
áliðnum degi. Ég man ekki, að hvaða
bæ hann kom, en þar bjó þá ekkja
nokkur, sem þekkti Eirík, viidi svo
til, að hún var að sjóða slátur. Eiríkur
lagði af sér byrðina, þegar til bæjar
kom og gekk rakleiðis inn í eldhús til
húsfreyju, heilsaði henni og beiddi
hana að gefa sér að borða, kvaðst nú
vera svangur. Hún tekur tinfat, er
rúma mundi nær átta mörkum og
fyllir af soði og slátri, fylgir síðan
Eiríki til baðstofu og fær honum
fatið, en Eiríkur tæmir á lítilli
stundu; hún innir hann eftir, hvort
hann vilji meira, og játti hann því,
lætur hún þá í fatið aftur lungu,
niðursneiddan blóðmör og fleira, og
borðar Eiríkur það einnig vonum
bráðar, en er hann hefur lokið því,
segir hann: ,,Nú væri gott að hafa
eitthvað til að væta sér á eftir.” Hús-
freyja sækir þá í þriðja sinn í fatinu
skyrhræring og mjólk út á og setur á
kné Eiríki, en hann hættir eigi, fyrr
en hann hefur lokið úr fatinu, réttir
það að húsfreyju, þakkar henni fyrir
matinn og bætir við: „Þetta er sú
besta saðning, sem ég hef fengið á
ævi minni, því að nú var ég orðinn
svangur.” Að því búnu hallar hann
sér aftur á bak um þvert rúm og
sofnar vært. Svaf hann þar í öllum
vosklæðum af fram undir dag
morguninn eftir, hélt þá af stað með
byrði sína og heim að Hofteigi, en
það er mjög löng leið. Ekki er þess
getið, að honum yrði neitt meint af
saðningu sinni í Skriðdalnum.
Það var eitt sumar á útengjaslætti, að
binda skyldi heim hey af engjum í
Hofteigi, engjar voru skammt frá
túni og stuttar milliferðir, en reitt á
þrem hestum. Eiríkur batt, með
einni eða tveimur vinnukonum, en
prestur tók á móti og hlóð úr; annað
fólk var að þurrka hey og raka upp í
sæti, því að þerrir var góður. Af því
að stutt var að flytja og reipi mörg,
gengu milliferðir svo greitt, að
Eiríkur hafði ekki undan að binda
fyrir á hestana, prestur var ákafa-
maður við verk sitt og þótt honum
seint ganga heybandið hjá Eiríki,
gerði honum orð á engjarnar að hraða
svo bandinu, að milliferðarmaður
þyrfti ekki að bíða lengur en meðan
látið væri upp á hestana. Eiríkur
þóttist hafa ærinn eril, þótt ekki færi
hann hraðara, tók hann það ráð að
stækka bandið, svo sem reipin tóku,
vissi hann að presti mundi ekki auð-
hlaupið að því, að snara sátunum upp
í heyið, er það tæki að hækka. Þegar
prestur fann, að bandið var orðið lítt
viðráðanlegt og varla klyftækt,
reiddist hann Eiríki, hljóp út á engjar
til hans og atyrti hann fyrir hey-
bandið, Eiríkur svaraði engu, en hélt
áfram bandinu, prestur þrífur þá
reipi, sem Eiríkur hafði lagt niður og
ætlaði að fara að setja á, slær til hans
svo að hagldirnar komu í herðar eða
bak honum. Þar var kelda eða bleyta í
mýrinni. Eiríkur þykktist við, greip
reipsilana um leið og hann fékk