Úrval - 01.12.1979, Side 89

Úrval - 01.12.1979, Side 89
HIRÐIRINN 87 flugumsjónar konunglega breska flugflotans í Norðurþýskalandi. Kort með flugleið minni teiknaðri með bláu var spennt á hægra lærið á mér, en ég rataði þetta blindandi. Sextíu og sex mínútna flugtími, að flugtaki og lendingu meðtöldu, og Vampíran hafði eldsneyti til 80 mínútna flugs. Þegar ég kom út úr síðasta hringnum yfir Celle flugvelli horfði ég á áttavitanálina staðnæmast við 265 gráðu stefnu. Flugvélarnefið stefndi út í svart, frjósandi hvei næturinnar, skreytt svo skærum stjörnum að þær héldu áfram að sindra manni í augum þótt litið væri af þeim. Fyrir neðan mig var svart og hvítt Norðurþýskaland að verða sífellt minna og minna, dökkir fletir furu- skóganna að renna saman við hvíta snævi þakta akrana og engin. Flér og hvar glitraði á ljósin í þorpi eða borg. Þarna niðri á vel upplýstum götunum voru sálmasöngvararnir komnir á kreik, fóru á milli húsa og sungu ,,Heims um ból.” Eftir 400 mxlna flug myndi sama sagan endurtaka sig fyrir neðan mig, nema hvað þá yrði sungið á mínu eigin máli, þótt margir sálmanna væru að öðru leyti þeir sömu. En hvort sem þetta heitir Weihnacht eða Christmas eða jól er þetta sama hátíðin um allan hinn kristna heim, og það var gott að vera á leiðinni heim. I fyrramálið yrði ég kominn til fólksins míns. Hæðarmælirinn stóð í 27 þúsund fetum. Ég dró úr eldsneytisgjöfínni til að halda flughraðanum stöðugum í 485 hnútum og stefndi stððugt á 265 gráður. Einhvers staðax fyrir neðan mig voru hollensku landamærin að dragast aftur úr. Ég hafði verið á lofti í 21 mínútu. MARTRÖÐIN HÖFST SVO hljóð- lega að það liðu sjálfsagt nokkrar mínútur þangað til ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað var að. Fyrsta viðvörunin var þegar ég leit niður á mælaborðið til þess að fylgjast með áttavitanum. I stað þess að standa stöðug á 265 gráðum sveiflaðist nálin letilega hring eftir hring, frá austri, vestur, suður, norður, ógn kæru- leysislega. Ég lét áttavitann hafa það óviður- kvæmilega óþvegið. En þetta var svo sem ekki stóralvarlegt, því þarna var annar áttaviti til vara, spíraáttaviti. En þegar ég leit á hann, var líka eitthvað að honum. Nálin sveiflaðist æðislega. Eitthvað hafði komið fyrir áttavitahúsin — sem getur svo sem aíltaf hent. En eftir fáeinar mínútur gæti ég kallað upp flutturninn í Lakenheath, sem gæti hjálpað mér til lendingar með stöðugum, nákvæmum fyrirmælum, sem sérhver vel búinn flugvöllur getur gefið flug- mönnum til að hjálpa þeim til lendingar jafnvel í verstu veðrum. En áður en ég reyndi að ná sambandi við Lakenheath bar mér að láta rás Dé vita um hvað komið hafði fyrir hjá mér, svo þeir gætu látið Lakenheath vita að ég væri að koma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.