Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 90
88
ÚRVAL
áttavitalaus. Ég þrýsti á fjarskipta-
hnappinn og kallaði:
„Charlie Delta, Charlie Delta
kallarNorth Beveland flugturn ...”
Ég þagnaði. Það var tilgangslaust
að halda áfram. I staðinn fyrir líflega
truflanabresti og skíra rödd sjálfs mín
í heyrnartækjunum heyrði ég aðeins
dauft muldurí súrefnisgrímunni. Það
sem ég var að segja heyrðist hvergi.
Ég reyndi aftur, með sama árangri.
Langt til baka, handan við svart og
kalt flæmi Norðursjávarins sátu
mennirnir í hiýjum, björtum flug-
turninum í North Beveland,
spjölluðu saman og dreyptu á
rjúkandi kaffi eða kókói. Þeir heyrðu
ekki i mér. Talstöðin var dauð.
Síðasta úrræðið
Loftið er mjög einmanalegur
staður, ekki síst loftið á kaldri vetrar-
nóttu. Vampíru-þotan min, með
aðeins einu sæti, var einmanalegt
híbýli, lítill stálkassi, sem stuttir
vængir héldu á lofti. Hún geystist
gegnum frosið loftið fyrir krafti eld-
spúandi hólks sem þrýsti frá sér
loftinu með 6000 hestafla orku á
sekúndu.
Ég barðist við að kæfa
örvæntinguna. sem er flugmanninum
skaðvænni en nokkuð annað. Ég
renndi niður munnvatni mínu og
taldi hægt upp að tíu. Svo stillti ég
talstöðina yfir á rás F, en ekkert
heyrðist annað en stöðugur hvinur-
inn í hreyflinum fyrir aftan mig.
Það hafði tekið konunglega flug-
herinn tvö ár að þjálfa mig til að
fljúga herflugvélum hans. Mikill
hluti þess ríma hafði farið í fræðslu
um hvernig bregðast skyldi við í
neyðartilfellum. Það sem mestu máli
skipti, sögðu þeir oftí flugskólanum,
er ekki það að kunna að fljúga undir
bestu skilyrðum, heldur það að
kunna að fljúga þegar syrti í álinn og
koma lifandi úr því. Nú reyndi á þá
þjálfun.
Jafnhliða því að ég prófaði rásirnar
á talstöðinni eina eftir aðra, lét ég
augun hvarfla yfir mælaborðið fyrir
framan mig. Mælarnir sögðu sína
sögu. Einhvers staðar undir fótum
mér, í öllum þeim skara af mislitum
vírum sem er hið eiginlega æðakerfí
flugvélarinnar, hafði öryggi sprungið
Ég minntist þess að okkar gamli,
góði flugliðþjálfí, Norris, hafði sagt
okkur að það fyrsta sem bæri að gera
við þessar aðstæður, væri að draga úr
flughraðanum til að fá hámarks
flugþol vélarinnar fram.
,,Við megum ekki sóa dýrmætu
eldsneyti,” sagði hann. ,,Við
kunnum að þurfa á því að halda
síðar. Svo við drögum úr flug-
hraðanum.” Ég dró eidsneytisgjöfína
að mér og fylgdist með snúnings-
hraðamælinum. Hann er knúinn
sínum eigin rafal svo ég hafði að
minnsta kosti ekki misst hann. Ég
beið þar til hreyfillinn var kominn í
7200 sn/mín. og fann að þotan
hægði flugið.
Aðalmælarnir framan við