Úrval - 01.12.1979, Page 92
90
ÚRVAL
En undir mér var hið allra versta, öldu-
þungur og miskunnarlaus Norður-
sjðrin, sem beið þess að gleypa mig
og flugvéiina mína og grafa okkur að
eilífu í votri, svartri gröf. Og enginn
myndi nokkru sinni vita það.
I 15 þúsund feta hæð og lækkandi
fór að renna upp fyrir mér, að nýr
óvinur hafði bæst í raðirnar móti mér.
Langt í burtu, til hægri og vinstri,
fram undan og vafalítið aftur undan
líka, blikaði tunglsljósið á flatt og
endalaust svart haf. Austur-Anglíu-
þokan var komin.
Meðan ég flaug í vestlæga átt frá
Þýskalandi hafði myndast ofurlítil
gola, sem veðurfræðingarnir höfðu
ekki séð fyrir. Þessi gola flutti belti af
hlýrra lofti af Norðursjó inn á sléttur
Austur-Anglíu. Þegar það kom í
snertingu við ískalda jörðina,
þéttuðust milljarðar rakaagna í sjávar-
loftinu og mynduðu þá tegund þoku,
sem getur á hálfri klukkustund lagst
eins og breiða yfir heila fjórðunga. Ég
hafði enga hugmynd um hve langt
vestur hún teygðist, kannski til
vestur-Miðlandanna, og kannski
lagðist hún upp að austurhlíðum
Pennínafjallanna. Það kom ekki til
grein að reyna að fljúga yfir þokuna
til vesturs þar til yfir hana kæmi, án
nauðsynlegra tækja og talsambands-
laus hlyti ég að villast yfir ókunnugu
landsvæði. Það kom heldur ekki til
greina að snúa aftur til Hollands og
lenda á einhverri af flugbraumm
hollenska flughersins meðfram strönd-
inni, ul þess hafði ég einfaldlega ekki
bensín. Eins og komið var fyrir mér
var ekki um annað að ræða heldur en
lenda á Merriam St. George eða farast
í flaki Vampírunnar einhvers staðar í
þokuhjúpuðum fenjum Norfolk.
I tíu þúsund feta hæð hætti ég að
lækka flugið og jók eldsneytisgjöfina
um hársbreidd til þess að halda mér á
lofti, I huga mér ómuðu fyrirmæli
Norris flugliðþjálfa:
, ,Þegar við erum gersamlega villtir,
herrar mínir, yfír þokubakka eða
órofnum skýjaflóka, hljótum við að
hugleiða möguleikann á að varpa
okkur út í fallhlíf. ’ ’
Vitaskuld\ liðþjálfi. Því miður er
Vampíran illræmd að því leyti, að
það má heita ógerlegt að varpa sér út
úr henni. Nokkuð fleira, liðþjálfi?
,,Það fyrsta sem við gerum, þess
vegna, er að beina flugvélinni út yfir
opið haf, frá öllu þéttbýli. ’'
Úrræðin voru öll fyrirfram hugsuð.
Nema hvað enginn hafði nefnt að
möguleikarflugmanns, sem bærðist á
öldum Norðursjávarins á kaldri
vetrarnótt, voru innan við einn á
móti hundrað fyrir því að honum
tækist að tóraí hálftíma.
,,Þá er það síðasta úrræðið, herrar
mínir, sem ekki er notað fyrr en í
ítrustu nauðir rekur.
Þetta er betra, liðþjálfi. Ég fæ ekki
betur séð en að ég sé nú í ítrustu
nauðum staddur.
,,Ö11 loftför, sem nálgast strendur
Bretlands, koma fram á radar skerm-
um í viðvörunarkerfum þjóðarinnar.
Ef við höfum þannig misst fjarskipta-