Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 93

Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 93
HIRÐIRINN 91 sambandið og getum ekki sent út neyðarkall, skulum við taka upp einkennilega hegðun. Við fljúgum aftur út yfír opið haf og fljúgum þar í litlum þríhyrningum, þannig að hver leggur þríhyrningsins sé tveggja mínútna flugtími. Með þessu vonumst við til að eftir okkur verði tekið. Þegar það gerist, er næsti flug- turn látinn vita og hann sendir næstu tiltækja flugvél út til móts við okk- ur. . .” Já, þetta var síðasta tilraunin til að bjarga lífinu. Nú mundi ég þetta betur. Björgunarflugvélin sem átti að vísa þér rétta leið til lendingar heilu og höldnu var kölluð Hirðirinn. Svartur skuggi Ég leit á úrið mitt. Ég hafði verið 51 mínútu á lofti og átti eftir eldsneyti til um hálfríma flugs. Ég beygði til vinstri og byrjaði að fljúga í þríhyrning. Eftir tvær mínútur beygði ég aftur krappt til vinstri. Fyrir neðan mig teygði þokan sig svo langt sem augað eygði. Tíu mínútur liðu, og ég hafð lokið nærri tveimur full- gerðum þríhyrningum. Ég hafði ekki beðist fyrir — ekki í alvöru — í mörg ár, og það var erfítt að fínna orðin til þess núna. ,,Guð, hjálpaðu mér úr þessum fjandans ógöngum. . . .” Nei, svona talar maður ekki við guð. „Faðir vor, þú sem ert á himn- um ...” Þegar ég hafði verið 72 mínútur á lofti, vissi ég að enginn myndi koma. Það var minna en fjórðungur eftir af bensíni — svo sem tíu mínútna flug í viðbót. Ég fann örvæntinguna flæða yfír mig aftur. Fimm mínútum seinna var ég ekki lengur í minnsta vafa um að ég myndi deyja þessa nótt. Þótt merki- legt megi virðast var ég ekki lengur hræddur. Ég var bara hryggur. Hryggur yfír öllu því sem ég myndi aldrei geta gert, stöðum, sem ég fengi aldrei að sjá, fólki sem ég myndi aldrei hitta framar. Það er slæmt og hryggilegt að deyja með tuttugu ár að baki og fá ekki notið ævinnar sem er rétt að hefjast. Það er ekki vissan um dauðann á næsta leyti, sem er yfírþyrmandi, heldur vitundin um allt það sem er ógert. Ég hallaði Vampírunni til vinstri í áttina til tunglsins til að leggja út á síðustu þríhyrningsálmuna. I sama bili sá ég svartan skugga líða yfír hvíta þokuflötinn fyrir neðan mig, beint niður af vinstri vængbroddinum. Örskotsstund fannst mér það vera skugginn af Vampírunni, en svo sá ég að þetta var önnur flugvél, sem flaut þétt við þokubakkann og fylgdi mér nákvæmlega, bara um 500 fetum neðar. Ég þorði ekki almennilega að trúa því að þetta væri ekki bara önnur flugvél sem myndi hverfa sína leið, en hægði enn á mér og lækkaði flugið í áttina til hennar. Þessi vél flaug hægar en ég. Hún beygði, ég líka. I 5 þúsund feta hæð sá ég að ég flaug enn hraðar en hún. Ég þorði samt ekki að minnka bensíngjöfina enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.