Úrval - 01.12.1979, Side 95

Úrval - 01.12.1979, Side 95
HIRÐIRINN 93 flugið meira, og ég kom auga á nefíð á De Havillandvélinni. Þar stóðu stafirnir JK, stórir og svartir. Sennilega var kallmerkið hans Jig King. Hann rétti af aftur í efsta þoku- laginu, svo nærri, að kögrið á þoku- slæðunni sleikti vélarnar að neðan. Svo flugum við í þéttan hring. Eg stalst til að líta á eldsneytismælinn. Hann stóð á núlli, en það var enn aðeins hreyfing á nálinni undan gutlinu. Fyrir guðs skuld, flýttu þér, bað ég í huganum. Ég fann svitann streyma ofan um mig. Hann lyfti höndinni aftur og gaf merkið sem þýðir „stingdu þér.” Svo stakk hann sér sjálfur ofan í þokuna og ég fylgdi. Við fórum ekki mjög bratt, en niður samt, úr aðeins 100 fetum, ofanf óvissuna. Að fara úr birtunni fyrir ofan, hversu dauf sem hún er, ofan í þoku- bakka, er eins og að stinga sér ofan í poka með grárri bómull. Alltí einu er ekkert í kring nema gráar, iðandi slæður, milljónum saman, sem teygjast að manni til að grípa mann og kyrkja. Engin lögun, engin stærð, ekkert form, ekkert efni. Nema hvað núna var De Havilland vélin aðeins fáein fet utan við vinstri væng- broddinn hjá mér og stýrði mér með fullu öryggi í áttina að einhverju, sem ég gat ekki séð. Þá fyrst rann það upp fyrir mér, að hann flaug ljóslaust. Eitt andartak varð ég skelfingu lostinn, en svo sá ég hvað þetta var snjallt. Ljós í þoku endurkastast og geta virkað dáleið- andi. Þegar tvær flugvélar fljúga þétt saman, geta ljósin orðið afdrifarík. Maðurinn hafði rétt fyrir sér. Ég hafði ekki augun af honum, grillti í hann gegnum slæðurnar. Ég vissi að hann var að hægja á sér, því ég var lfka að draga úr gjöfínni, og lækka flugið og hægja á mér. Ég skaut augunum eldsnöggt á mælana tvo sem ég þurfti að fylgjast með. Hæðarmælirinn var kominn á núll og eldsneytisnálin líka, og nú var hún kyrr. Lofthraðamælirinn, sem ég sá líka f leiðinni, stóð á 120 hnútum, og þessi endemis líkkista myndi hrapa þegar hraðinn væri kominn niður í 95. Allt í einu benti hirðir minn á mig með vísiflngri og síðan beint fram. Það þýddi: „Þarna, fljúgðu áfram og lentu.” Ég starði fram um fram- rúðuna, sem vætan rann nú ofan eftir. Ég sá ekkert. Jú, eitthvað. Oskírt vinstra megin, annað hægra megin, svo báðum megin. Það var ro^abaugur um þau en samt vom þetta ljós, sitt hvorum megin við mig, tvö og tvö með ákveðnu milli- bili, sem þutu hjá. Ég hvessti augun til að sjá hvað var á milli þeirra. Ekkert, ekkert nema sortinn. Svo kom máluð lína fyrir neðan mig: Miðlína. Ég lokaði fyrir eldsneytis- gjöfrna í hendingskasti og beið þess að Vampíran snerti jörð. Ljósin voru nú næstum komin í augnhæð mína, en samt settist vélin ekki. Bang. Hún snerti. Bangbang.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.