Úrval - 01.12.1979, Page 98

Úrval - 01.12.1979, Page 98
96 „Ótrúlega heppinn,” tók ég heils hugar undir. ,,Ég varð bensínlaus um leið og vélin settist. Talstöðin og allt rafkerfíð bilaði fyrir um 50 mínútum úti yfír Norðursjó.” „Engin talstöð?” „Engin talstöð,” svaraði ég. , .Steindauð á öllum rásum. ’ ’ „Hvernig gastu þá fundið þennan stað?” spurði hann. „Mér var stýrt hingað,” sagði ég með meiri þolinmæði en mig langaði til. Hann yppti öxlum, eins og hann langaði að segja ,,ef þú endilega vilt hafa það þannig.” Loks sagði hann: „Ötrúlega heppinn engu síður. Ég skil ekki hvernig sá sem stýrði þér hefur getað fundið þennan stað. ’ ’ „Hann var ekki í neinum vanda með það,” sagði ég. „Það var ein af veðurflugvélunum frá RAF (konung- lega flugflotanum) Gloucester. Hann var greinilega með talstöð. Svo við komum inn saman á blindlendingar- kerfínu. Svo þegar ég sá ljósin á brautarendanum, gat ég lent sjálfur.” „Furðulegt,” sagði hann. „Við höfum ekki blindlendingartæki. Við höfum yfirleitt alls engin loftsiglinga- tæki, ekki einu sinni flugvita. ’ ’ Nú var röðin komin að mér að vera undrandi. „Er þetta ekki RAF Merriam St. George?” spurði ég lágt. „Nei,” svaraði hann. „Þetta er RAF Minton.” „Þann stað hef ég aldrei heyrt ÚRVAL nefndan,” sagði ég eftir nokkra þögn. „Ekki kemur mér það á óvart. Þetta er ekki opinn völlur. Hefur ekki verið það árum saman. Þetta er birgðastöð. Fyrirgefðu aðeins.” Hann stöðvaði bílinn og sté út. „Ég ætla bara að slökkva á brautar- ljósunum,” sagði hann og ropaði. Ég var snarruglaður. Þetta var fáránlegt, röklaust. Samt hlaut það að eiga sér fullkomlega eðlilega skýringu. „Hvers vegna kveiktirðu á þeim?” spurði ég. „Ég heyrði í vélinni hjá þér,” sagði hann. „Ég var í offíséra- messanum að fá mér viskístaup, þegar Joe gamli stakk upp á að ég hlustaði aðeins út um gluggann. Og þarna varstu, á sveimi yfír okkur. Mér heyrðist þú mjög lágt, eins og þú værir bara að koma niður. Þá minntist ég þess, að þeir tóku aldrei gömlu brautarljósin úr sambandi þegar stöðin var lögð niður sem flugstöð, svo ég hljóp út að turni og kveikti á ljósunum. ’ ’ „Hvar er RAF Minton, nánar tiltekið?” spurði ég. „Átta kílómetra frá ströndinni, beint upp af Cromer. Þar erum við,” sagði hann. „Hvar er þá næsta RAF stöð með talsöð og öllum hjálpartökjum?” Hann hugsaði sig um. „Það þýtur að vera Merriam St. George,” sagði hann svo. Þeir hljóta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.