Úrval - 01.12.1979, Side 104

Úrval - 01.12.1979, Side 104
102 ÚRVAL ,,Hver erþessi flugmaður, Joe?” „Flugmaðursir?” Ég hnykkti höfðinu í áttina að myndinni hjá mér. ,,Oj, já, hann, sir. Þetta er mynd af John Kavanagh. Hann var hér í stríðinu.” Ég virti myndina vandlega fyrir mér. „Kavanagh?” ,Já, sir. Irskur séntilmaður. Afbragðs drengur, ef ég má segja svo. Þetta var annars herbergið hans. ’ ’ ,,í hvaða flugdeild var hann, Joe?” Ég var að grannskoða vélina fyrir aftan hann. „Framvarðarsveitinni, sir. Já, strákarnir á Mosquitóunum, þeir flugu sko. Úrvals flugmenn, hver og einn þeirra, sir. En ég gerist svo djarfur að segja að Johnny hafi verið einn sá allra besti, sir. Ég var herbergisþjónninn hans. ’ ’ Þetta fór ekki milli mála. Ég gat lesið stafína á flugvélarnefínu fyrir aftan og ofan flugmanninn. JK. Ekki Jig King, heldur Johnny Kavanagh. Nú var þetta allt að verða deginum ljósara. Kavanagh hafði verið úrvals herflugmaður og flogið í einni af úrvalsflugsveitunum í stríðinu. Eftir stríðið hafði hann farið úr hernum, sennilega til að gerast bílasali, eins og þeir gerðu svo margir. Hann hafði sjálfsagt efnast vel á uppgangsárum sjötta áratugarins, líklega keypt sér fallegt sveitasetur, og átt samt nóg eftir til að geta helgað sig því sem hann hafði reglulega löngun til — fluginu. Eða öllu heldur að endur- skapa hið liðna, ljómadaga flug- áranna frá stríðinu. Hann hafði keypt sér gamla Mosquito á einu af upp- boðum hersins á aflóga dóti, gert hana upp og flaug henni þegar hann hafði tíma til. Þetta var alls ekki slæmt tómstundagaman — ef maður hafði efni áþví. Hann hafði sjálfsagt verið að koma heim eftir skottúr til Evrópu, komið auga á mig fljúga í þríhyrninga yfír þokubakkanum, séð að ég var í kröggum og ákveðið að hjálpa mér. Hann gat ákveðið stöðu okkar nákvæmlega með því að lesa saman flugvitageisla, og þar sem hann þekkti þessa strandlengju eins og lófann á sér hafði hann tekið áhætt- una að fínna gamla flugvöllinn í Minton, þótt þokan væri þykk. Þetta var áhætta. En hann vissi að ég var svo að segja eldsneytislaus, svo það var að duga eða drepast. Þetta þóttu mér góðar fréttir. Nú átti ég auðvelt með að hafa uppi á manninum, sennilega í gegnum konunglega flugklúbbinn. „Sannarlega flugmaður í sér- flokki, ’ ’ sagði ég hugsi, og hafði afrek hans frá því fyrr þetta kvöld í huga. ,,Sá besti, sir, sagði Joe fyrir aftan mig. ,,Það var sagt að hann sæi eins og köttur, hannjohnny. Ég man oft, þegar flugdeildin kom frá því að kasta logandi merkjasprengjum niður að skotmörkum í Þýskalandi og hinir ungu flugmennirnir fóru beint á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.