Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
,,Hver erþessi flugmaður, Joe?”
„Flugmaðursir?”
Ég hnykkti höfðinu í áttina að
myndinni hjá mér.
,,Oj, já, hann, sir. Þetta er mynd
af John Kavanagh. Hann var hér í
stríðinu.”
Ég virti myndina vandlega fyrir
mér. „Kavanagh?”
,Já, sir. Irskur séntilmaður.
Afbragðs drengur, ef ég má segja svo.
Þetta var annars herbergið hans. ’ ’
,,í hvaða flugdeild var hann, Joe?”
Ég var að grannskoða vélina fyrir
aftan hann.
„Framvarðarsveitinni, sir. Já,
strákarnir á Mosquitóunum, þeir
flugu sko. Úrvals flugmenn, hver og
einn þeirra, sir. En ég gerist svo
djarfur að segja að Johnny hafi verið
einn sá allra besti, sir. Ég var
herbergisþjónninn hans. ’ ’
Þetta fór ekki milli mála. Ég gat
lesið stafína á flugvélarnefínu fyrir
aftan og ofan flugmanninn. JK. Ekki
Jig King, heldur Johnny Kavanagh.
Nú var þetta allt að verða deginum
ljósara. Kavanagh hafði verið úrvals
herflugmaður og flogið í einni af
úrvalsflugsveitunum í stríðinu. Eftir
stríðið hafði hann farið úr hernum,
sennilega til að gerast bílasali, eins og
þeir gerðu svo margir. Hann hafði
sjálfsagt efnast vel á uppgangsárum
sjötta áratugarins, líklega keypt sér
fallegt sveitasetur, og átt samt nóg
eftir til að geta helgað sig því sem
hann hafði reglulega löngun til —
fluginu. Eða öllu heldur að endur-
skapa hið liðna, ljómadaga flug-
áranna frá stríðinu. Hann hafði keypt
sér gamla Mosquito á einu af upp-
boðum hersins á aflóga dóti, gert
hana upp og flaug henni þegar hann
hafði tíma til. Þetta var alls ekki
slæmt tómstundagaman — ef maður
hafði efni áþví.
Hann hafði sjálfsagt verið að koma
heim eftir skottúr til Evrópu, komið
auga á mig fljúga í þríhyrninga yfír
þokubakkanum, séð að ég var í
kröggum og ákveðið að hjálpa mér.
Hann gat ákveðið stöðu okkar
nákvæmlega með því að lesa saman
flugvitageisla, og þar sem hann
þekkti þessa strandlengju eins og
lófann á sér hafði hann tekið áhætt-
una að fínna gamla flugvöllinn í
Minton, þótt þokan væri þykk. Þetta
var áhætta. En hann vissi að ég var svo
að segja eldsneytislaus, svo það var að
duga eða drepast.
Þetta þóttu mér góðar fréttir. Nú
átti ég auðvelt með að hafa uppi á
manninum, sennilega í gegnum
konunglega flugklúbbinn.
„Sannarlega flugmaður í sér-
flokki, ’ ’ sagði ég hugsi, og hafði
afrek hans frá því fyrr þetta kvöld í
huga.
,,Sá besti, sir, sagði Joe fyrir aftan
mig. ,,Það var sagt að hann sæi eins
og köttur, hannjohnny. Ég man oft,
þegar flugdeildin kom frá því að
kasta logandi merkjasprengjum niður
að skotmörkum í Þýskalandi og hinir
ungu flugmennirnir fóru beint á