Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 10

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 10
EGGERT ÞORBJARNARSON: Ekki sundrungarþmg9 heldur sameiningarþing Alþýðusambandskosningunum er nú lokið og 23. þingið hefur verið aug- lýst þann 23. nóvember. Úrslit þessara kosninga hafa orðið hin athyglisverðustu og komið ríkis- stjórnarliðinu mjög á óvart. Morgun- blaðið hefur líka verið sérstaklega hógvaert í mati sínu á kosningunum og komizt lengst í því að tilkynna, að hlutur „kommúnista" vaeri sízt meiri en áður! Það eru gild rök fyrir hinni óvenju- legu hógværð Morguiíblaðsins. í stað þess að spádómar ríkisstjórn- arliðsins rættust um hrun sósíalista og sameiningarmanna í verkalýðs- hreyfingunni, urðu kosningarnar að sigri sameiningarmanna og sýnðu, að upplausnarþróunin í liði núverandi sambandsstjórnar hefur komizt á nýtt og' hærra stig. Með þessum kosningum sneru sam- einingarmenn vörn í sókn. Þeir misstu fimm fulltrúa (þar með talinn fulltrúi rakarasveinafélagsins), en þeir unnu meir en 20 fulltrúa af ríkisstj órnarliðinu. Þeir unnu aftur meirihluta Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Keykja- vík, þó að afturhaldið eigi erfitt með að játa það. Þeir fengu nógu marga fulltrúa kjörna til að hindra, að ólög verði sett á þinginu. Áberandi er sú staðreynd, að víðast hvar vörðu sameiningarmenn félög sín með mun meiri hreysti en síðast. Sem dæmi þess má nefna Félag bif- vélavirkja og Sveinafélag húsgagna- smiða. Stór og þýðingarmikil félög eins og Félag jámiðnaaðrmanna og Verkamannafélag Húsavíkur hurfu aftur til fylgis við sameiningarmenn. Sérstaka athygli vekur kosningin í Bolungavík, þar sem Helgi Hannesson hafði krafizt samfylkingar Alþýðu- flokksmanna og íhaldsins. Tveir list- ar voru í kjöri við allsherjaratkvæða- greiðslu. Á öðrum var Alþýðuflokks- maður og sameiningarmaður. Á hinum Alþýðuflokksmaður (sá sami!) og íhaldsmaður. Úrslit urðu þau, að fyrri listinn hlaut 64 atkvæði, hinn 40. Með öðrum orðum: verkalýðurinn í Bol- ungavík tók samfylkingu Alþýðu- flokksmanna og sósíalista fram yfir samfylkingu Alþýðuflokksmanna og íhaldsins. Á Siglufirði var gert samkomulag sameiningarmanna og Alþýðuflokks- manna á grundvelli þeirrar kröfu að hreinsa erindreka ríkisstjórnar og at- vinnurekenda út úr núverandi Al- þýðusambandsstjórn. Athyglisverð er sú staðreynd, að erindrekar Sj álf stæðisf lokksf oryst- unnar hafa víða orðið fyrir meiri eða minni áföllum, svo sem í vél- 152 VINNAN og verkalýSurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.