Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 16
í Moskvu gerast nú stórviðburðir á sviði bygginga. Myndin sýnir eina þeirra
stórbygginga, sem reisa skyldi á þessu ári.
hinna, eins og hann hefði sjálfur komið
fram á leiksviðinu, eins og hann hefði
sjálfur skrifað leikritið um þjáningar
Destemonu, eins og hann sjálfur tæki
þátt í harmleik lífsins ásamt hverjum
og einum þessara skeggjuðu manna.
Þegar þau gengu frá samkomukomu-
húsinu, spurði Mitin:
— Má ég fylgja yður?
Hún kinkaði kolli. Þau gengu þegj-
andi heim að samyrkjubúinu, Lydia
Nikolajevna sagði:
— Mig langar ekki að fara að sofa ..
Þau gengu aftur til árinnar. Lydia
Nikolajevna lifði sem í draumi. Henni
fannst allt svo óvenjulegt: útskorin
hliðin, hundgáin, sem öðru hverju rauf
næturkyrrðina, mild rödd fylgdar-
mannsins. Grisja talaði um starf sitt,
um skóginn, um æskuna. Hún fann,
hve mikils virði þessi hartnær ókunni
maður var henni þessa stundina. Hana
langaði að segja honum eitthvað. En
hvað? Þjáningar hennar þekkti hann
þegar. Hann hafði heyrt, hvernig
Destemona talaði fyrir munn Lydiu
Nikolajevnu. Hún varð að segja hon-
urn eitthvað, sem gæti glatt hann, sér-
staklega eitthvað, sem líktist þessari
nótt. Þá datt henni Sjass í hug. Hún
sagði Grisju frá grasafræðingnum:
■— Hann segir: „Það spretta bráðum
rósir á freðmýrinni!“
Grisja staldraði við og hló með á-
nægjuhreim í röddinni:
— Já, það segi ég reyndar líka. Mað-
ur hefur sitt verk að vinna, svo að
maður hefur ekki tíma til að hugsa.
En þegar maður fer að hugsa, verður
maður svo glaður, að maður gæti
158
VINNAN og verkalýðurinn