Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 7
með í hópnum, heim til landeigandans
og krafðist greiðslu og lét sig ekki
fyrr en hún var innt af höndum.
Þessi baráttuaðferð breiddist eins
og eldur í sinu um alla suður Ítalíu,
og naut hvarvetna óskiptrar hylli al-
þýðunnar.
Vorið 1947 ætlaði landeigandi í Bol-
ognahéraðinu að láta víðáttumikla rís-
akra vera ósána. Landbúnaðarverka-
mennirnir skipulögðu vinnuflokka,
undirbjuggu sáninguna, en lands-
samband þeirra léði þeim útsæði, og
þrátt fyrir árásir lögregluliðs fram-
kvæmdu þeir sáninguna. Með sam-
stilltu átaki alls almennings í hér-
aðinu knúðu þeir fram greiðslu fyr-
ir vinnuna og útsæðið.
í Modenahéraði tóku 20 þús. dag-
launamenn sig til og framkvæmdu
nauðsynlegar endurbætur á jarðeign-
um er skemst höfðu í styrjöldinni, og
þvinguðu landeigendur til að borga
brúsan.
Einn af stærstu landeigendum
Ítalíu, Porlonia prins á um 40 þús.
hektara lands í Fueino. Hvort sem
vel eða illa árar pínir hann um þúsund
millj. líra útúr 14 þús. bændum og
þúsundum daglaunamanna er draga
fram lífið á landi hans.
En ekkert var gert til að halda
landinu við, hvað þá bæta það. Áveitu-
kerfið var fallið saman og vegimir
um landið orðnir að dýki, en kröfur
um endurbætur hafðar að engu.
Bændurnir og verkamennirnir tóku
þá höndum saman um að endurbæta
það er áfátt var, og settu jafnhliða
fram kröfu um lækkun á afgjaldinu,
og tóku með öflugum áróðri að undir-
búa þá kröfu sína að fá eignarhald á
því landi er þeir ræktuðu. Fundir
voru haldnir og fólkinu skildist brátt
að það væri betur komið að þeim
milljónum er landið gaf af sér, en
Torlona prins.
7 manna vinnuflokkar voru skipu-
lagðir, en bændurnir leiðbeindu um
framkvæmd verksins. Starfið hófst
í dögun 1. febr. 1950. Bændurnir lögðu
til ökutæki en kaupmennirnir sýndu
áhuga sinn á fyrirtækinu með því að
veita verkamönnunum lán, og jafnvel
prestarnir stóðu með. Þá létu konurn-
ar sinn hlut ekki eftir liggja. Lögreglu
var beitt til að reyna að flæma verka-
mennina burt en konunrnar skipuðu
sér í sveit til varnar og vinnan hélt
áfram.
Á 26. degi gafst ríkisstjórnin upp og
skipaði prinsinum að greiða verkið
er þá var orðið 14 millj. líra, og bænd-
urnir fengu 30% lækkun á afgjaldinu.
En baráttan hélt áfram og 1951 voru
landeignir prinsins teknar eignarnámi
og afhentar bænunum.
En það er ekki aðeins gegn þrjósk-
um landeigendum að þessi aðferð hef-
ur verið beitt. Verk sem hafa kostað
yfir 4000 millj. líra hafa á þessan
hátt verið pínd útúr ríkisstjórninni.
Og baráttan heldur áfram og harðnar
stöðugt. Hún hefur þegar kostað mikl-
ar fórnir, nokkrir hafa fallið fyrir
árásum lögreglu og herliðs, aðrir særst
eða verið fangelsaðir.
— X —
Friðarráðstefna verkalýðsins á Norð-
urlöndum stóð yfir í Osló dagana 15.
—17. nóvember. Fulltrúi íslands á
þessari ráðstefnu var Jón Ingimars-
son, formaður Iðju, félags verksmiðju-
fólks á Akureyri.
VINNAN og verkalýðurinn
149